Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiuiiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiliiiliiiiiiimiiiilillmiiiiiiMiMiiimmiiimiiiHllll Það mun mjög sjaldgæft að svo fjarskyldir fuglar sem skarfur og æðarfugl ræni hver aðra hreiðrum til að liggja á þeim. Og þess má líka geta, að í þessum hólma hefir ekki orpið skarf- ur, svo að menn viti til, og hvergi nær en í mílu f jarlægð og þó lítið. 12. nóvember 1938. Bergsveinn SJcúlason. Gráþröstur (Turdns pilaris) var að flögra meðfram sjávarmálinu í Kerlingarfirði 24. febrúar í vetur. Hann var einn síns liðs, en virtist ekkert skorta eftir út- litinu að dæma, því að hann var bæði feitur og kátur að sjá. Ann- ars mun gráþröstur afar sjaldséður við Breiðafjörð, og er þetta sá fyrsti, sem ég hefi orðið var við hér um slóðir. 28. marz 1939. Bergsveinn Skúlason. Nýr fugl. Til viðbótar við frásögn mína um nýjan og sjaldgæfan fugl frá Vestmannaeyjum, í síðasta hefti Náttúrufræðingsins (4. hefti 1938), skal hér getið fugls, sem náðst hefir þar síðan og ekki hefir sézt fyr hér á landi. Fugl þessi er litli hrossagaukur (Limnocryptes minimus (Brúnn.)). Fannst hann rekinn í fjör- unni innan hafnarinnar í Vestmannaeyjum 22. des. síðastliðinn (1938). Var hann nýlega dauður og óskaddaður. Haminn af hon- um hefi ég fengið frá Þorsteini Einarssyni, kennara í Vestmanna- eyjum. Mál fuglsins í mm voru þessi: Lengd alls fuglsins 210, vængur 116, stél 62, nef 39.8, rist 23, miðtá + kló 28.5, kló 4.9. Hvort hér hefir verið um karl- eða kvenfugl að ræða verður ekki sagt með vissu. Heimkynni litla hrossagauksins eru í norðlægari héruðum Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands, í baltisku löndunum, Norður-Pól- landi, Norður- og Mið-Rússlandi og norðanverðri Síbiríu (þó ekki í nyrztu héruðunum), alla leið austur að Boganida og Kolyma. Á veturna fer hann suður og vestur um allt meginland Evrópu (einn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.