Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 52
46 'NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN
IIIIII llll IIIIII lllllllll lll IIIIII llllll IIIIIIIIII llllll IIIIIIIIIIII lllll IIIIIIIII llll IIIIIIIII llllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII llll II! 111111111111111111111111111
Hvernig „vetrarkvíðinn" verður til.
„Veti’arkvíði“ nefnist mjög algengt náttúrufyrirbrigði hér á
landi, og er í því fólgið, að síðla sumars verður jörðin stundum á
stórum svæðum alþakin örfínum þráðum, er liggja þvert og endi-
langt milli grastoppanna, líkt og þéttriðið net, Munu flestir kann-
ast við þetta fyrirbrigði, en mjög eru skiptar skoðanir manna um
myndun þess. Hafa sumir getið þess til, að hér muni aðeins vera
um köngulóarvefi að ræða, og 'þar sem ég hefi eitt sinn fengið
fulla vissu fyrir því, að svo muni vera, kom mér til hugar að
greina frá því atviki hér.
Það var fyrir nokkrum árum. Ég átti þá heima á Helga-
stöðum í Biskupstungum og var að inna af hendi einhver dagleg
heimilisstörf í nánd við bæinn. Var orðið áliðið sumars, en veður
var fram úr skarandi blítt. Allt í einu veiti ég því athygli, að
grasið á túninu umhverfis mig er alveg krökkt af örsmáum, hrafn-
svörtum köngulóm, er allar voru önnum kafnar við að spinna
þræði, enda var túnið, svo langt sem ég sá, þakið köngulóarvef.
Auk þess svifu nokkrar þeirra um í loftinu á löngum þráðum. Var
mergðin af þessum köngulóm svo mikil, að ég hafði aldrei áður
séð þvílíkan aragrúa lifandi vera af neinu tagi samankominn. Og
þræðirnir, sem þær höfðu myndað, voru svo þéttir, að því var lík-
ast sem örfín slæða hyldi túnflötinn. — Varð mér þegar ljóst, að
hér var um sama fyrirbrigðið að ræða og „vetrarkvíðann“ svo-
nefnda, er ég oft hafði séð, en eigi vitað með vissu fyr hvernig
myndaðist, Hafði ég nú fengið óvænta lausn á þeirri gátu, og get
því fullvissað hvern sem vera skal um. það, að fyrirbrigði þetta
— „vetrarkvíðinn“ — er ekkert annað en köngulóarvefur.
í febrúar 1939.
Eyþór Erlendsson.
ATH. Ég vil geta þess, að til er önnur tegund af „vetrarkvíða"
en sú, er að framan greinir, en það er starartegund ein, sem á
latínu nefnist C. chordorrhiza og vex í votum mýrum. Á hún auð-
vitað ekkert skylt við fyrirbrigði það, sem hér er gert að um-
ræðuefni. E. E.