Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 54
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiimmimiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmiiiiiiiimiiiiimiimiiiimiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii
1929, og um 10 km2 er Englendingarnir mældu það 1934. Við
hlaupið lækkaði vatnsyfirborðið um 6 metra, og hafa því um 65
milljónir m3 flotið fram í hlaupinu. Til samanburðar skal þess
getið, að við Vatnsdalshlaup síðustu ár hafa flotið fram 30—40
milljónir m3, og við Vatnsdalshlaupið 1898, sem er hið fyrsta og
mesta Vatnsdalshlaup, er sögur fara af, um 120 milljónir m3.
Guðmundur heldur því fram, að ef skriðjökull sá, er gengur
út í Hagavatn, haldi áfram að þynnast, megi búast við jökulhlaupi
fyrr en ella. Eg held þvert á móti, að haldi þynningunni áfram, sé
engin hætta á hlaupi, því að jökullinn muni þá ekki loka fyrir nú-
verandi útrás vatnsins. En jöklar eru duttlungafullir og geta
gengið fram með litlum fyrirvara, og þá getur lokazt fyrir út-
rásina. Eg er alveg sammála Guðmundi um, að athuga ber, hvort
ekki megi ræsa fram vatnið gegnum skarðið í Fagradalsfjalli.
Samkvæmt korti þeirra Cambridge-manna þyrftu þau göng eða
sá skurður, er héldi vatninu í þeirri hæð, sem það nú hefir, ekki
að vera yfir 200 metrar á lengd.
Sigurður Þórarinsson.