Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sem og skuldir þess vegna 1.—10. árgangs, eru Náttúrufræðis-
félaginu óviðkomandi.
Ritstjórn Náttúrufræðingsins, afgreiðsla hans og innheimta,
verður fyrst um sinn til áramóta í höndum mag. scient. Árna
Friðrikssonar, Atvinnudeild Háskólans ísími 5486 og 2711 (heima-
sími).) Allir hlutaðeigendur eru því beðnir að snúa sér þangað.
Náttúrufræðisfélagið hefir áformað að láta koma út 12 arkir
af Náttúrufræðingnum, í tveimur heftum, á þessu ári og vonar
síðan að geta búið svo um, að ritið komi út reglulega, hvernig
sem gengið verður frá fyrirkcmulagi útgáfunnar framvegis, og
hvernig sem tengsl Náttúrufræðingsins við félagið kunna að
verða.
Því miður er það óhjákvæmilegt, að áskriftargjaldið hækki
upp í 10 kr. á ári úr 6 krónum, eins og það hefir verið síðan ritið
hóf göngu sína 1931, en það er 67% hækkun og svarar til vísi-
tölunnar nú. Þessi ráðstöfun er knúin fram af þeirri staðreynd,
að kostnaður við bókagerð hefir hækkað mjög mikið, vegna
hækkunar á vinnulaunum, og þó sérstaklega vegna hækkunar á
pappírsverði. Verðið er nú 2—6-falt á við það, sem það var áður.
Félagsstjórnin væntir þess, að kaupendur Náttúrufræðingsins
bregðist vel við þessari nauðsynlegu hækkun og með fullum
skilningi á nauðsyn hennar og reynist Náttúrufræðingnum jafn-
tryggir og þeir hafa verið hingað til.
Meðlimu,m Náttúrufræðisfélagsins skal sérstaklega bent á það,
að þeir fá ritið fyrir 7 kr. á ári eða þremur krónum ódýrara en
þeir, sem ekki eru félagsmenn.
Reykjavík, 20. september 1941.
Þorkell Þorkelsson.