Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 38
32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
landsins, sem nú er hulin almenningi. Þótt ég hafi athugað gróður
í Hegranesi allnákvæmlega, þá tel ég samt víst, að þar séu til
allmargar plöntutegundir, sem ég hefi ekki enn fundið. I gróður-
skrá þeirri, sem hér fer á eftir, fylgi ég yfirleitt þeirri reglu, að
nefna ekki þær plöntur, sem vaxa aðeins í skúðgörðum, þótt ís- .
lenzkar séu, nema því aðeins að þær hafi einnig vaxið villtar
einhvers staðar í Hegranesi. Þar sem ég bregð út af þessu mun
ég geta þess sérstaklega við þær plöntur, að þær séu í skrúð-
garði. Eigi mun ég heldur telja þær plöntur, sem vaxa í sáð-
sléttum túna og hefir verið sáð þar með öðru fóðurgrasfræi svo
sem rauðsmára o. fl., nema geta þess að þær séu aðfluttar með
grasfræi.
SKRÁ YFIR GRÓÐUR í HEGRANESI
Raðað eftir ættum plantnanna.
I. Ophioglossaceae. Naðurtunguættin:
1. Tungljurt (Botrychium lunaria). Algeng á harð-
velli úthaga.
II. Polypodiaceae. Tóugrasættin:
2. Tóugras (Cystopteris fragilis). Alg.
3. Köldugras eða sæturót. (Polypodium vulgare).
Vex í klettum austan í svonefndu Lógarbergi.
III. Eqvisetaceae. Elftingaættin:
4. Klóelfting (Eqvisetum arvense). Alg.
5. Vallelfting (E. pratense). Algeng í valllendi.
6. Mýrelfting (E. palustre). Algeng í engjum.
7. Fergin (E. limosum). Víða í tjörnum.
8. Beitieski (E. variegatum). Víða í móum.
9. Eski (E. hiemale). Vjða í lyngmóum og harð-
vellislyngbrekkum, en hvergi nema ein og tvær
plöntur í stað.
IV. Selaginellaceae. Mosajafnaættin:
10. Mosajafni (Selaginella selaginoides). Alg.
V. Cupressaeae. Sýprisættin:
11. Einir (Juniperus communis). Vex á dálitlum
bletti á Tjarnarnesi ca. 1 km innan við Vestur-
ós Héraðsvatna.
VI. Juncaginaceae. Sauðlauksættin:
12. Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris). Alg.