Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 DRANGEY OG HVERNIG HÚN ER TIL ORÐIN Okkur, sem aldir erum upp í Skagafirði, er hann minnisstæð- astur eins og hann glóir í sólskini og sumarskrúða. Aldrei sést betur en þá, hversu hann er „skrauti búinn fagurgjörður,“ eins og skáldið kemst svo fallega að orði. Sé degi tekið að halla og horft yfir Skagafjörð frá framhluta héraðsins og úr hæfilegri ■ fjallahæð, þá hefi ég notið þess bezt að horfa yfir joetta lang- stærsta dalmyndunar-undirlendi landsins, grængróið og slétt, en mjúkt eins og flosaður dúkur. Þá sést, að jpað er ísaumað líkt og gullnum og silfurlitum þráðum, þar sem vatnsföllin Héraðsvötn ■cg Húseyjarkvísl bugðast milli grösugra eyja allt til sjávar. Um þetta lykur svo fjallahringurinn, .víða með mjúkdregnum línum, en á þó til oddhvassar eggjar og tígulega tinda. Nefni ég hér aðeins hin þekktustu örnefni eins og Glóðafeyki, Mælifells- hnúk og sjálfan Tindastól. í þessum sal er hátt til lofts og vítt til veggja, en til norðurs sér til sjávar eins og um opnar dyr. Þar blandast hafblikið geislaglóð hm'gandi sólar, svo hér er skreytt með fegurra fortjaldi en mannleg hönd hefir eða mun nokkurn tíma fá málað eða ofið. En dyrnar standa ekki alveg auðar. Undir tjaldskörinni hillir nokkra hamrakastala, er rísa hátt úr sjó eins og rammgerð virki,- Þetta eru útverðirnir við innsiglinguna á Skagafjörð, eyj- arnar Drangey og Málmey og svo Þórðarhöfði. Ég gríp þar niður jarðsögulega, er ísland hefir að baki sér langa æfi og Skagafjörður er að miklu mótaður því heildarsniði, er hann nú hefir. Ef til vill hefir hann þá átt skógi klæddar hlíðar og gróðursælt undirlendi, engu síður en Hólmurinn er nú, en svo nefna Skagfirðingar sléttlendi fjarðarins. En það var um þetta leyti farið að kólná í lofti. Langvarandi kuldatímabil, sem kallað hefir verið ísöldin, var að ganga í garð. Jöklar settust á hálendið og luktu síðan um landið eins og spangabrynja. Jökul- tungur ókust ofan héruðin og á haf út. Þær sópuðu með sér gróð- urmoldinni og öllu, er lauslegt gat talizt, og þær hefluðu jafnyel upp hið fasta berg. Hversu lengi svo gekk verður ekki vitað, en aftur náðu hlýindin yfirhöndinni og jökullinn hörfaði til baka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.