Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 48
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 42 - allt upp til hálendisins. En nú voru það jökulelfurnar miklu, er mynda Héraðsvötnin, sem færðust í aukana með hlýnandi dög- um. Ár eftir ár og öld eftir öld óku þau fram kynstrum af möl og sandi. Aftur fylltu þau upp í slípað bergtrogið, er jökullinn hafði sorfið eftir láglendi héraðsins og bjuggu til sinn slétta Hólm, en ef til vill hefir framburðurinn verið það ör, að hann hefir aldrei fengið frið til þess að grænka og gróa, eins og Hólm- urinn, sem við horfum á nú, og er þó myndunarhætti hans alveg eins varið. Það virðist mjög hafa stuðlað að því að þessi vatna- gangur varð ofsafengnari en við sjáum nokkur dæmi í nútíma vatnamyndunum Skagafjarðar, að um þessar mundir hafi verið tíð eldgos#inn til jöklanna, og vatnsflóðin þá stundum brotizt fram sem jökulhlaup. Það bættist stöðugt við undirlendið lengra og lengra fram til sjávar og að lokum fóru svo leikar, að fjörðinn fyllti allan, að minnsta kosti lengra til norðurs en nú eru eyjar. Þegar hér er komið bætast enn við nýir atburðir. Það kólnar aftur í veðri og eldar koma upp um utanverðan Skagafjörð, en þar hafði ekki áður gosið, svo milljónum ára skipti, eða ekki frá því til forna, að aðalbergmyndun Norðurlands var að byggj- ast upp. Nú mætti bregða upp mynd af umhverfinu í Skagafirði um þessar mundir. Hið fremra eru hjarnbungurnar farnar að þokast niður á við og eldbjarmar sjást öðru hvoru til jöklanna. Fjalla á milli er undirlendið hulið malar- og sandeyrum, sem hallar á haf út og um það geysast vatnsflóð í stríðum straumum, þegar kynnt er undir í jöklinum hið innra. En um norðurhluta héraðsins, þar sem nú er sjór, geisar hið ægilegasta eldhaf, sindr- andi-síur og glampar frá glóandi hrauni lýsa frá gosinu hið neðra, en hátt í lofti byltast biksvartir bólstrar og úr þeim rignir ösku og eimyrju yfir allt, sem er í nánd. Frá gosunum breiðast hraunlög yfir útjaðra undirlendisins cg ef til vill allt í haf út, en aska og gjallmolar hrúgast upp og hækka enn meir þau lög, sem hér eru að myndast. Það er vissa fyrir því, að þessi gos hafa staðið yfir í langan aldur, þótt ekki hafi verið óslitið, en jafnframt kólnað enn meir í veðri og jök- ullinn lagðist yfir í annað sinn. En það þarf jafnvel meira en jökulkulda til þess að slökkva þá innri glóð. Gosin hamast nú má^ke enn meira en fyrr, þótt yfirborðshraunrennslis gæti lítið, en það byltist því meira upp af gosblásnu efni, sem í sambandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.