Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 48
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
42 -
allt upp til hálendisins. En nú voru það jökulelfurnar miklu, er
mynda Héraðsvötnin, sem færðust í aukana með hlýnandi dög-
um. Ár eftir ár og öld eftir öld óku þau fram kynstrum af möl
og sandi. Aftur fylltu þau upp í slípað bergtrogið, er jökullinn
hafði sorfið eftir láglendi héraðsins og bjuggu til sinn slétta
Hólm, en ef til vill hefir framburðurinn verið það ör, að hann
hefir aldrei fengið frið til þess að grænka og gróa, eins og Hólm-
urinn, sem við horfum á nú, og er þó myndunarhætti hans alveg
eins varið. Það virðist mjög hafa stuðlað að því að þessi vatna-
gangur varð ofsafengnari en við sjáum nokkur dæmi í nútíma
vatnamyndunum Skagafjarðar, að um þessar mundir hafi verið
tíð eldgos#inn til jöklanna, og vatnsflóðin þá stundum brotizt
fram sem jökulhlaup.
Það bættist stöðugt við undirlendið lengra og lengra fram til
sjávar og að lokum fóru svo leikar, að fjörðinn fyllti allan, að
minnsta kosti lengra til norðurs en nú eru eyjar.
Þegar hér er komið bætast enn við nýir atburðir. Það kólnar
aftur í veðri og eldar koma upp um utanverðan Skagafjörð, en
þar hafði ekki áður gosið, svo milljónum ára skipti, eða ekki
frá því til forna, að aðalbergmyndun Norðurlands var að byggj-
ast upp. Nú mætti bregða upp mynd af umhverfinu í Skagafirði
um þessar mundir. Hið fremra eru hjarnbungurnar farnar að
þokast niður á við og eldbjarmar sjást öðru hvoru til jöklanna.
Fjalla á milli er undirlendið hulið malar- og sandeyrum, sem
hallar á haf út og um það geysast vatnsflóð í stríðum straumum,
þegar kynnt er undir í jöklinum hið innra. En um norðurhluta
héraðsins, þar sem nú er sjór, geisar hið ægilegasta eldhaf, sindr-
andi-síur og glampar frá glóandi hrauni lýsa frá gosinu hið neðra,
en hátt í lofti byltast biksvartir bólstrar og úr þeim rignir ösku
og eimyrju yfir allt, sem er í nánd.
Frá gosunum breiðast hraunlög yfir útjaðra undirlendisins cg
ef til vill allt í haf út, en aska og gjallmolar hrúgast upp og
hækka enn meir þau lög, sem hér eru að myndast. Það er vissa
fyrir því, að þessi gos hafa staðið yfir í langan aldur, þótt ekki
hafi verið óslitið, en jafnframt kólnað enn meir í veðri og jök-
ullinn lagðist yfir í annað sinn. En það þarf jafnvel meira en
jökulkulda til þess að slökkva þá innri glóð. Gosin hamast nú
má^ke enn meira en fyrr, þótt yfirborðshraunrennslis gæti lítið,
en það byltist því meira upp af gosblásnu efni, sem í sambandi