Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN var mjóstur og veikastur fyrir, eyddu af endum hans og allt í kring. Enn í dag hafa þær ekki lokið verki sínu. Eftir stendur Drangey, þybbin cg drembileg og ætlar sér að bjóða haf- öldunum byrgin enn um stund, enda hefir hún til þess 140 m hæð og um 75 dagsl. flatarmál. Ég get ekki farið út í, það hér að gera grein fyrir því, hvernig ég hefi orðið þess áskynja, sem nú hefir verið lýst um aðdrag- andan að myndun Drangeyjar o. fl. nýmyndana í úthluta Skaga- fjarðar. Áður hafði Dr. Helgi Pjeturss vakið athygli á ungum aldri þeirra, sem er því merkilegri, sem allt í kring liggja þarna einhverjar elztu bergmyndanir landsins. En drögin til þess, sem hér er sagt, hefir ég týnt saman frá rúnum þeim, sem ristar eru á bergið allt framan úr Skagafjarðardölum og út á Skagatá, en meðal beztu heimildanna tel ég Drangey sjálfa og svo systur hennar Málmey, er báðar til samans geyma verðmæt jarðfræðis- leg handrit. Eins og að líkum lætur, eftir frásögn minni hér að framan, er Drangey að mestu byggð úr gosmóbergi, víða móleitu að lit, en í því blandast margs konar myndanir, svo sem vatnaleir, sandmyndanir og gráleitur jökulframburður með núnum og jök- ulrispuðum steinum, sums staðar eru þessir jökulmynduðu kleggjar svartbakaðir í gegn vegna ofsahita, er þeir hafa orðið fyrir við eldgosin. Vestur úr eynni gengur höfði með fullri hæð nokkra tugi metra fram í sjóinn. Heitir Uppgönguvík sunnan höfðans, en Heiðnavík að norðan. Frá Uppgönguvík er nú farið til uppgöngu á eyna, en Heiðnabergið við Heiðnuvík er kunnugt frá sögnum um Guðmund góða Hólabiskup. Það var hinn eini staður á eyjunni, sem hann lét óvígðan til sigs og gerði hann það fyrir bænastað raddar úr bjarginu, sem sagði: „Hættu að vígja, Guðmundur biskup, einhvers staðar verða vondir að vera.“ Þar hefir heldur aldreið verið sigið síðan. Hafi Guðmundur góði varað við sigi í Heiðnabergi á þennan hátt, gæti það vel bent til glöggleika hans á bergfræðisleg fyrirbrigði, því Heiðnaberg er allt gegnofið af basaltfleigum og brotum úr basaltbögglum, er skotið hefir inn í móbergið frá nálægu gosi. Bergsár þessara basaltinnskota eru meinleysisleg að sjá, en hvert stuðlabrot þeirra er með egg- hvössum röðum cg brúnum, er skera mundu sundur hvert venju- legt sigband ef á reyndi. í Lambhöfðanum, og um miðja hæð eyjarinnar í Uppgöngu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.