Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 61
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
55
hrossanál, og sums staðar eldri engjar með mýrastör og gulstör.
Þar sem gróðurinn á annað borð hefir náð fótfestu, er hann
gróskumikill, en fáskrúðugur.
Jafnvel jöklinum hefir blöskrað ógestrisni sona sinna og
dætra, sandanna og vatnanna og boðið gróðrinum bústað við sinn
breiða, en kalda og brigðuga faðm. Að þessu hafa plönturnar
í neyð sinni orðið að lúta, og faldar nú helluhnoðrinn jökulröndina
gullnum faldi, en skelþunnt malarlag skilur hann frá ísnum.
Um 250 metra frá jökulbrún fann jeg og álitlegan gróðurblett
uppi á jöklinum, á 5—10 cm. malar- og moldarlagi. Grassvörðinn
myndaði vallarsveifgras og varpasveifgras og önnur túngrös. Kví-
skerjabóndinn hefir haft þarna-hrúta á vorin; þar verpir og
veiðibjalla. Umræddar gróðureyjar eru á Breiðamerkurjökli.
Vatnagróður er fáskrúðugur, ár eru flestar gróðurlausar jök-
ulár, en stöðuvötn flest gróðurlítil nema helzt í Borgarhöfn;
þar eru skrúðgrænar fergintj,arnir með marandi síkjarmara og
lófót, þráðnykru og fjallnykru, og þar sem er grynnst er fitja-
finnungur.
Heiðagróður er og mjög fáskrúðugur, enda fjöllin flest há og
brött með stórgrýttum skriðum og klettum og skammt til jökla.
Helzt er að finna heiðagróður uppi af Skaftafelli í Öræfinu og á
Borgarhafnarfjalli í Suðursveit, með fífutjörnum og sefmóum með
bjöllulyngi.
Aðalgróðursvæðin eru við rætur fjallanna, sem blasa við
hádegissólinni. Neðst eru veitur, þar sem hálmgresið teygir koll-
inn upp úr mýrstör og horhóf, þ. e. horblaðka og hófsóley í nánu
samfélagi, en í túnfætinum ofan við veituna bannsyngur sláttu-
maðurinn snarrótina.
Ofan við túnin taka við vallendis-, blómlendis- og skóglendis-
brekkur með ilmreyr, bláklukku, blákollu og blágresi og gulvíðis-
eða birkikjarri með einstaka reynitré á milli. Sums staðar hefir
birkið náð álitlegri hæð eins og í Bæjarstað, í Skaftafelli og
Svínafelli. í giljunum í Skaftafelli og Svínafelli nær gróðurinn
æfintýralegum blóma. Þar hreykir sér hinn glæsilegi sigurskúf-
ur undir laufþaki reynitrjánna. Múnkahettan baðar sig í fínum
úða frá fossinum, og upp úr þykkum, rökum mosa, á flúðum,
teyga sig gullbrá, stjörnusteinbrjótur og dúnurt, og hátt uppi
í klettunum situr klettafrúin á sínum græna blaðkrans með drif-
hvít blóm á rauðum stöngli.
Af sjaldgæfari plöntum má nefna eggtvíblöðku úr Skafta-