Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 62
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fellsskógum, hjartatvíblöðku úr lyngmóum við Kvíá og gullhæru-
sóley (Ranunc. auric.) í stórgrýttum skriðum undir klettum, í
Staðardal í Suðursveit. Skammt fyrir innan bæinn Kvísker,
undir suðausturhorni Öræfajökuls, í brekku á móti sól, vex glit-
rósin. Runnurinn er nokkuð víðáttumikill, en í afturför. Árið
1901 var hann hæstur um 120 cm., en nú er hann hvergi hærri
en 1 metri. Aldrei hefir þyrnirinn borið blóm þarna, svo vitað
sé, en planta, sem tekin var inn árið 1920, bar í fyrsta sinn
blóm árið 1930, og hefir ekki blómgast síðan. Eski fann ég aðeins
í Fagurhólsmýrarklettum, strandsauðlauk í Kálfafellsstaðarengj-
um, hjálmgras innan um víðikjarr austan við Svínafell og jarðar-
ber í Stórahvammi hjá Uppsölum.
Kræklurót vex víða, en strjált. Blöðrujurt má telja algenga
í báðum sveitunum, finnst hún svo að segja í hverri torfristu-
pælu og bryddir víða lygn síki. í torfristupælu í Borgarhafnar-
teigum fann ég 24. júlí, 1935 nokkur eintök af blöðrujurt með
blómum.
Plöntulisti.
Ophioglossaceae (Naðartunguættin)
1. Tungljurt (Botrychium lunaria)
Polypodiaceae (Tóugrasættin)
2. Tóugras (Cystopteris fragilis)
3. Liðfætla (Woodsia ilvensis)
4. Þrílaufungur (Dryopteris pulchella)
5. Köldugras (Polypodium vulgare)
Equisetaceae (Elftingaættin)
6. Klóelfting (Equisetum arvense)
7. Vallelfting (Equisetum pratense)
8. Mýrelfting (Equisetum palustre)
9. Fergin (Equisetum limosum)
10. Beitieski (Equisetum variegatum)
11. Eski (Equisetum hiemale)
Selaginellaceae (Mosajafnaættin)
12. Mosajafni (Selaginella selaginoides)
Cupressaceae (Sýprisættin)
13. Einir (Juniperus communis)
Juncaginaceae (Sauðlauksættin)
14. Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)
15. Strandsauðlaukur (Triglochin maritima)