Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 80
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Tegundaflokkayfirlitið sýnir, að norrænu plönturnar eru mjög
iberandi, ekki sízt, þegar þess er gætt, að Sléttan er öll láglendi
3g skammt til sjávar, en hins vegar er þess að gæta, að héraðið
ir hið nyrzta á landinu og sumarhiti lágur og loftslag sagga-
samt, enda liggur sveitin fyrir opnu hafi.
Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þessa flóru Slétt-
unnar, því að hún er aðeins birt til að sýna hversu háttað er út-
breiðslu tegundanna í þessu héraði.
Akureyri, 27. apríl 1940.
ÓLAFUR JÓNSSON:
HORFIN VÖTN
Venjulega eru breytingar þær, sem verða á yfirborði jarðar,
hægfara, en stundum verða þar þó breytingar með skjótri svipan
eða á tiltölulega skömmum tíma. Eldfjallasvæði landsins eru hrað-
ari breytingum undirorpin heldur en aðrir hlutar þess. Eldgos og
jarðsig geta valdið þar snöggum breytingum, en auk þess er á
þessum svæðum yfirborð jarðar, að meira eða minna leyti, ný-
skapað og gljúpt og verða þá allar breytingar, af utanaðkomandi
áhrifum, hraðari en þar, sem allt er orðið fægt og mótað fyrir
löngu af tönn tímans. Óvíða eru þessar breytingar hraðari en í
Ódáðahrauni og skal nú getið tveggja breytinga, sem þar hafa
orðið á skömmum tíma.
Ég kom fyrsta sinn í Herðubreiðarlindir snemma í júlí 1933.
Þá voru, í lægð í hrauninu SV. frá lindunum, 3 smávötn, hvert
við endann á öðru. Öll vötnin samtals voru lítið meira en 1 km.
á lengd, breiddin um 40—'50 m og voru þau aðgreind með mjó-
um hraunrimum, sem vatnið rann yfir frá einu vatni til annars.
Úr nyrzta vatninu rann lækur til norðurs, en hvarf í hraunið
100—200 m sunnan við aðallindirnar.
Árið 1937, kom ég í lindirnar í miðjum júní og aftur í sept.
Þá var sú breyting á orðin, að lækurinn, úr nyrzta vatninu, rann