Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 83
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
77
gerð eru eftir honum í ferðabókum ýmsum, sjáum við, að Trölla-
dyngjur í Ódáðahrauni eru ýmist sýndar, sem mikið óreglulegt
fjall, eða þyrping af fjöllum, skammt suðvestur af Herðubreið. Á
uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, frá 1844, er hraunbungan
Trölladyngja nefnd Skjaldbreiður eða Trölladyngja, en milli
Herðubreiðar og Bláfjalls eru Dyngjufjöll hin nyrðri, eða Trölla-
dyngjur. Þeesi fjöll munu nú heita Herðubreiðarfjöll. í bók Kaa-
lunds (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island)
er kort af Þingeyjarsýslu, gert eftir uppdrætti Björns Gunn-
laugssonar, með leiðréttingum Prof. Jonstrups frá 1876. Þar eru
Dyngjufjöll syðri og Dyngjufjöll njrrðri nefnd einu nafni Trölla-
dyngjur. Sé þetta rétt, er fullt samræmi fengið. Þessar stóru fjall-
þyrpingar eru einmitt safn af óreglulegum hæðum og hnjúkum,
eins og Trölladyngja á Reykjanesi, og þess vegna er vel til fundið
að ncta fleirtölumynd nafnsins og nefna þær Trölladyngjur.
Það er auðgert að finna þessari skoðun stuðning í ýmsum heim-
ildum.
í bók Eggerts Ólafssonar frá 1751, (Disquisitio antiquario etc.)
stendur þessi klausa, eftir að rætt hefir verið um Herðubreið:
,,Ekki langt þaðan liggur vatn (Lacus), sömuleiðis eldspúandi,
Trölladyngjur, nefndar svo af þeim öskuhæðum, sem í því og
kringum það rísa.“
Lýsing þessi er að vísu öfgakennd, en getur þó á vissan hátt
átt við Dyngjufjöll. Austan við fjöllin hefir til skamms tíma
verið stórt vatn, Dyngjuvatn, sem nú er horfið. Líklega hafa menn
haft veður af þessu vatni og sett gosin í samband við það. Það
er að minnsta kosti ljóst, af þessari lýsingu, að á tíð Eggerts, eru
þyrpingar af hólum og hæðum nefndar dyngjur.
Þyngri á metunum verður þó lýsingin á Trölladyngjum í Ódáða-
hrauni í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
frá 1772 (Reise igennem Island, bls. 752). Þar segir, er lokið hefir
verið að lýsa Herðubreið: „Trolddynger er derimod et lavt Bjerg
med nogle og især 3de Afdelinger og forbrséndte Spidser, men
rundagtige Knolde der imellem.“ (Trölladyngjur eru hins vegar
lágt fjall, er skiptist í nokkra en aðallega 3 hluta, með bruna-
tindum og ávölum hæðum á milli.) Þetta er lýsing sjónarvotta á
Trölladyngjum og getur hún prýðilega átt við Dyngjufjöll. Að
þetta sé lýsing á hraunbungunni Trölladyngju, nær ekki nokkurri
átt. Séð langt að og borin saman við Herðubreið, sýnast Dyngju-