Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 85
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
79
Trölladyngja (Skjaldbreið) séð frá SA.
Ljósm. Stefán Gunnbjörn Egilsson.
Þessi frásögn sýnir, að um 1840 er Trölladyngjunafnið ennþá
loðandi við Dyngjufjöll, en það síðara þó orðið algengara, að
minnsta kosti sums staðar.
Að lokum skal þess getið, sem séra Sigurður Gunnarsson segir
um þetta í grein sinni: „Miðlandsöræfi íslands11 (Norðanfari, 16.
ár, bls. 28). Hann telur örnefni í Ódáðahrauni þannig, að fyrst sé
Trölladyngja skammt frá jöklinum, þá Dyngjufjöll með Dyngju-
fjalladal eða Öskjunni. Síðan segir orðrétt: „Norðanmegin ganga
út frá þessu hraunfjallahálendi hæðir miklar og fjalldyngju-
klasar, vestur og norðvestur af Herðubreið. Þar eru Trölladyngj-
ur eða Dyngjufjöll hin ytri og engin mjög há eða þá nokkuru
lægri en hraunfjöllin innfrá......“
Þessi frásögn sýnir prýðilega þann rugling, sem kominn er á
örnefnin. Trölladyngjur heita nú bara Dyngjufjöll. Trölladyngju-
nafnið hefir klofnað í tvennt, eintölumynd, sem hefir færzt suður
á hraunbungu, sem áður hét Skjaldbreiður, og fleirtölumynd, sem
flutzt hefir norður í Herðubreiðarfjöll.
Það er því ljkast, sem þessi örnefnaflutningar haldist í hendur
með mælingum og rannsókn á landinu og er slíkt skiljanlegt. Al-
þýða manna lét sig öræfin, sem lágu utan við takmörk afréttanna,
litlu skipta, og auðvitað hafa þessi örnefni verið orðin á tals-