Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 88
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Herðubreiðaríiöll (Trölladyngjur ylri?) séð írá S.
Ljósm. Edvard Sigurgeirsson.
Hannes Finnsson segir í ritgerðinni Mannfækkun á Islandi
af hallærum, (Lærdómslistafélagsrit 1793) að Trölladyngjur
hafi gosið 1152 og nefnir eftirfarandi vetur sóttarvetur.
Jónas Hallgrímsson telur (Rit J. H. IV. bls. 164) að klaus-
an: ,.Húsrið og manndauði", sé óræk sönnun þess, að gosið
hafi verið í suðvesturhluta landsins, því þeim gosum fylgi
mestir landskjálftar og óhollnusta. Þessi rök eru ákaflega
hæpin. í hinni fáorðu frásögn þarf ekkert beint samband að
vera milli setninganna: „Eldur í Trölladyngjum" og „Húsrið
og manndauði.“ Landskjálfti og manndauði hafa oft gert
usla hér á landi, þótt ekki hafi valdið eldgcs, og óhollusta
og tjón af gosum mun venjulega hafa farið meira eftir því,
hvort um öskugos eða hraungos var að ræða, heldur en hinu,
hvar á landinu gcsin voru. Frásögnin er ákaflega fáorð, sem
bendir til þess, að gosið hafi verið fjarri mannabyggðum og
því lítið um það vitað. Það er ósennilegt, að ekki hefði verið
sagt fleira frá gosi á Reykjanesi, eða einhver örnefni nefnd
í sambandi við það. Mér virðist því sennilegast, að gos þetta
hafi verið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni.