Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 99

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 99
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 93 mest ber á birkiskógi „skreyttum reynitrjám." En jaðrar hólm- ans, þar sem raklent er, eru vaxnir hávöxnum, þróttmiklum gulvíði. Þar vaxa og þrjár tegundir barrtrjáa, einir, greni og fura; grenið og furan voru gróðursett árin 1911—1812 af UMF ,,Þór“ í Eiðahreppi. Eitt grenitréð er vaxið upp af fræi. Hæstu fururnar eru nú orðnar m. og tvö grenitré hafa náð svip- aðri hæð, en öll eru þau grennlulegri. Margt þessara barrtrjáa vex orðið vel. Lengsti árssproti grenitrés sumarið 1937 er 33 cm. og bezti vöxtur hjá furu það ár var 43 cm. Setja hin sígrænu barrtré á hólmann óvenjulegan svip og valda skemmtilegri til- breytni í gróðri hans. S.l. tvö ár uxu þau þó meira yfirleitt. En Eiðahólmi á fleiri klæði en skóginn einan. Á björkin að vísu mestan þátt í skrúði hans, því í skjóli hennar dafnar allur annar gróður, svo að segja. Þar vex blómstóð svo fagurt, að óvíða hefi ég það fegurra séð og hvergi fjölbreyttara á bletti jafn litlum. Björkin er verndarvættur þeirra smælingja íslenzkr- ar 'Flóru, sem hretviðri hrjá. — Þegar vorar og birkið laufgast fara að gægjast upp úr skógarsverðinum, auk margra annarra, undurfögur, hvít smáblóm sjöstjörnurnnar, sem er ein af ein- kennisplöntum Austurlands. Samtímis springa út reklar loðvíð- isins. Síðar verður undirgróðurinn krýndur blágresi um gjör- vallan hólmann. Gulmaðra, fíflar og sóleyjar eiga og sinn þátt í snemmsumarsprýði hans. Þar vaxa flestar íslenzkar lyngteg- undir, og upp úr jörðinni stígur ilmur af reyrgresi. Loks verður gagnger breyting á, þegar ,,hvönnin“, þ. e. geitla, blómgast. Er hún tíguleg jurt. Hér munu eigi taldar fleiri tegundir þær, er vaxa í Eiða- hólma.*) Ærna fjölbreytni ilms og lita á gróðurinn þar í fórum sínum. Mikils er og um það vert, að sumarið er raunverulega lengra í skjóli skógarins en annars staðar. Jurtir blómgast þar snemma vors og halda því áfram þar til haustar. Þegar hinar snemmvöxnustu hafa fölnað, kcma aðrar í þeirra stað. Þannig koll af kolli. Hólminn er því ekki klæddur sarna búningi í júní sem í maí. Júlígróður hans er enn annar. Á síðsumardögum tjaldar hann nýju skrúði. Og allir þekkja litaskraut fölnandi skóga. Fegurstur þykir mér Eiðahólmi vera á kyrrum, heitum sól- skinsdögum hásumarsins, þegar allur gróður er hvað safamestur *) Með grein þessari fylgir plöntulisti hólmans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.