Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 100

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 100
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og loftið er fyllt áfengum ilmi hans. Fiðrildi svífa milli trjá- toppanna og yfir lynginu iðar allt af suðandi lífi skordýra. Randaflugur og vespur leika sér á sveipum hvannanna. Loftið titrar en fjöllin í fjarska og ásar og stapar við vatnið spegla sig í sléttum fleti þess. Fuglar setja líka svip á hólmann. Spörfuglar vagga sér í trjá- greinum. Endur og gæsir byggja stundum hreiður í lynginu. Á vatninu synda lómar cg himbrimar og rjúfa stundum kyrrð- ina ásamt með öldugjálfri og þyt í skóginum. Eiðahólmi er einn af demöntum í náttúru Fljótdalshéraðs og þótt víðar sé leitað. Hann er eyðiev, sem þó er byggð miklu fjórra og gróskumeira lífi en landið í grennd, þar sem manns- höndin og munnar sauðfjárins hafa hjálpað eýðingaröflum eld- gosa og vorkulda til að halda vaxtarviðleitni gróðursins í skefj- um með átakanlegum árangri. E. t. v. er það einmitt þetta, sem vekur mesta athygli og jafn- vel aðdáun á þessum litla stað. Allt hans græna, fjölbreytta og ilmandi líf myndar svo sterka andstæðu við vatnið, gráa mela og gróðurvana ása umhverfis það. Gesturinn trúir varla sínum eigin augum né öðrum skynjunum og spyr sjálfan sig: Getur þetta verið satt? Hefir maðurinn farið slíkum eyðingareldi um ísland á liðnum öldum, alls staðar, þar sem hann hefir komið bolmagni við? Ég held, að öllum, sem koma í Eiðahólma, hitni um hjartað, þegar þeir hugsa til þess, að svona fagurt gæti ísland verið allt, milli fjöru og fjalls, ef mennirnir ekki stæðu í vegi þess. Og mundu eigi slíkar hugleiðingar geta verið mönnum hvöt dáða? Eiðahólmi er einskonar Eden, þar sem jurtirnar hafa átt friðland. Hann er helgistaður. Þar má enginn skerða blað á björk né rífa upp blóm með rótum. Staður þessi á að njóta friðunar, umhyggju og verndar. Þá getur hann á ókomnum tímum sýnt gestum sínum mynd af því, hvernig landið á að vera, og minnt þá á heilaga skyldu allra íslendinga: Hann getur hvatt þá til að klæða Iandið skógi. Gróður í Eiðahólma. Aðalbláberjalyng (Vaccinum myrtillus). Augnfró (Euphrasia officinalis). Axhæra (Luzula spicata). Beitilyng (Calluna vulgaris).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.