Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fönn í hverri laut. Daginn eftir (hinn 14.) voru Hreppaf jöllin enn- þá nærri alhvít til að sjá frá Laugarási, og hafði þó verið asahláka um nóttina áður og þiðviðri mestan timann frá þvi á byldaginn, en allur snjórinn var frá þeim degi. Nokkur spjöll urðu á mannvirkjum í ofviðrinu. T. d, fauk slcúr í Fjalli, og torf reif þar af lieyjum, en heyinu tókst að bjarga. Einnig fauk þar bátur og mölbrotnaði. — Næsta veðurathugana- stöð við ofanverða Hvítá er á Hæli í Gnúpverjahrepp. Þar var veður hinn 11. nóv. sem hér segir: Hitastig: kl. 8 5.0°, kl. 12 1.0° og kl. 17 1.0°. Vindátt og vind- stig: kl. 8 A10, kl. 12 SA9 og kl. 17 S9. Regnskúrir voru ld. 8, en snjókoma kl. 12 og kl. 17. Úrkoma frá ld. 8 til kl. 17 mældist 8 mm. Á þeim bæjum, sem ég kom á fyrir ofan Árhraun, var Ilvítá Iítill eða enginn gaumur gefinn ofviðrisdaginn, enda var mönnum þar ókunnugt um þurrð hennar hið neðra, unz útvarpsfréttin kom degi síðar. Minni hiáttar breyting á ánni — hækkun eða lækkun á vatnsborðinu — gat því vel átt sér stað, án þess að hennar yrði vart. Samt þóttust Auðsholtsmenn mega fullyrða, að aldrei hefði þar orðið lægra í ánni þenna dag en undanfarna daga og daginn eftir. — Þá ber og að gæla þess, að staðhættir, dýpt árinnar, breidd og straumharka, ráða mjög miklu um það, hvort vatnsmagns- breytingar gætir mikið eða lílið. T. d. sagði mér Einar Pálsson, bankastjóri á Selfossi, að óvíst væri, hvorl hann hefði tekið eftir nokkrum missmíðum á Ölusá, ef Iiann hefði aðeins séð hana neðan við hrúna. En ofan við brúna bar mjög mikið á þurrðinni, eins og þegar er sagt. Um Einar Pálsson, sem er einn af beztu heimild- armönnum mínum um þurrðina í Ölfusá, er það mjög varleg full- yrðing, að fáir myndu hafa veitt athygli þeirri breytingu á Ölfusá, sem hann hefði ekki komið auga á. — Alls staðar fyrir ofan Ár- hraun, þar sem bæir standa á bakka Hvítár, þannig að vel sést til ])ennar, hagar svo til, að vatnsmagnsbreytinga hlýtur að gæta mildu minna en t. d. hjá Árhrauni og Selfossi. Má vel sjá þetta af kortinu einu saman, en kemur þó enn betur fram, ef skoðaðir eru staðhættirnir sjálfir. Næstu daga eftir ofviðrið tóku menn eftir því á Iðu, i Auðsholti og á Hömrum, að kraphrönn lá — a. m. k. sums staðar - uppi á eyrum við ána og bar það með sér, að nokkuð hafði hækkað í henni, á meðan krapinu skolaði þarna upp. Þessi hækkun hlýtur að hafa átt sér stað í ofviðrinu 11. nóv. eða í mvrkri kvöldið og nóttina eftir, að öðrum kosti hefðu menn elcki komizt hjá þvi að taka eftir henni á næstu bæjum. Auk þess voru engin veðurskilyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.