Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 11
náttúrufræðingurinn 153 stöðu á bungur og kennileiti jökulsins. M. a. sjást tveir kollóttir snævi þaktir hnúkar í ANA eða því sem næst. Suðurhryggur jökulsins er örmjór, og iiallar bratt niður að Klif- andijökli af Vesturbungunni. Er útsýni þaðan frítt og einkennilegt yfir Mýrdalinn, Vestmannaeyjar og Eyjafjöllin. Um það leyti, sem mælingu var lokið, dreif yfir þoku. Héldum við nú norðaustur af hryggnum og síðan austur með norðurlilíð Há- bungu eftir kvos nokkurri eða itjalla. Rétt eftir kl. 15 létti þokunni skyndilega. Héldum við áfram enn um stund, unz við komum á móts við austanverða Hábungu. Vorum við þá staddir á barmi þröngrar dalskoru, sem verður milli Hábungu austanverðrar og eystri jökulkollsins, sem áður er getið. Verða kollar þessir fyrst um sinn kallaðir Eystri-Kötlukollur (1292 m.) og Vestri- Kötlukollur (1294 m.). Dalskoran er fyllt jökli, sem ryðst ofan í hana fram af bröttum barrni fyrir stafni dalsins að vestan. Á dalbarmin- um, andspænis Eystri-Kötlukolli, gerði Steinþór mælingar af dal- botninum og umhverfi lians. Af barminum, þar sem við stóðum, eru um 250 m. niður í botn dalsins. Allt er landslag þarna hið stór- skornasta. Dalur þessi er án efa opið á Kötlugígnum eða rás sú, er hlaupin brjótast fram um, þegar gos verða. Austur úr dalskorunni brýzt Kötlujökullinn og breiðir úr sér frarn að Mýrdalssandi. Er hann úfinn mjög og kolsvartur á köflum með liáum turnum og strýtum. I austri blasir við Mýrdalssandur, Skaftártunga, Álftaver og Síðan, en í fjarska mænir Oræfajökull. Að loknum mælingunum liéldum við heimleiðis, beina stefnu á tjaldið. Skammt ofan við dalstafninn fórum við yfir sléttu nokkra, girta allbröttum jökulbrekkum að sunnan og vestan. Mun aðaleld- varp Kötlu vera nálægt SV-krika sléttu þessarar. — Veður var bjart með N-andvara. Yfir suðurbrún jökulsins gnæfði kolsvartur og bólginn kólgubakki, og áttum við von á éli úr honum, en af því varð ekki. Þannig er veðri oft háttað á hájöklum síðari hluta dags í góð- viðri. Skýjabólstrar myndast í miðjum hlíðum og byrgja útsýn af láglendinu til jökulsins, en uppi á hájöklinum er veður bjart, þótt bólstrakollarnir standi í Imöppum utan með jökulbrúnunum og mæni liátt yfir þær, Á heimleiðinni ræddum við Steinþór fyrst utn að stofna til fram- haldsrannsókna á Kötlusvæðinu, mæla snjófyrningar á jöklinum frá ári til árs, hreyfingu og hraða, til þess að unnt væri að fylgjast með breytingum þeim, sent þarna kynnu að verða, þegar líður að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.