Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sandur var að myndast. í gömlum heimildum eru ógreinilegar sagnir um hlaup úr Sólheimajökli árin 930, 1245 og 1262. Má ætla, að Katla hafi verið þar að verki, og eldvarpið þá verið lítið eitt vest- ar en síðan helur verið. l>á væri engan veginn óhugsandi, að gos liefði orðið í austanverðum Fimmvörðuhálsi eða þar austur af. Hálsinn er eldbrunninn mjög, og í austasta „múlanum“ virðist vera allstór eld- gígur. Önnur ferð til Mýrdalsjökuls 1943 Hlaðin mœlingavarða Föstudaginn 13. ágúsl. Við Steinþór Sigurðsson og Einar Pálsson gerðum skyndiferð austur að Kölujökli til að kynna okkur staðhætti við framanverðan Kötlujökul og upp með honum að vestan, þar sem við höfðum ekki séð yfir, þegar við vorum uppi á hájöklinum. Við l'órum með áætlunarbíl til Víkur, komum þar að kvöldi dags og fengum leyfi til að tjalda á sandgræðslusvæði vestan við þorpið, rétt undir Reynisfjalli. Var melblaðkan þar vel í hné. Laugardaginn 14. ágúst. ók Brandur Stefánsson veitingamaður með okkur, eins og leið liggur, austur að Múlakvíslarbrú. l>ar skild- um við tjald og farangur eftir, en síðan ók Brandur með okkur alla leið að vesturhorni Hafurseyjar. Þar sneri liann heimleiðis, en hét að senda bíl eftir okkur á mánudagsmorgun snennna. Vindur var NA-stæður þennan dag, kalt í veðri og mökkur á jökl- inum niður í 800—1000 m. hæð að sunnanverðu, en úrkoma ekki teljandi. Við gengum nú austur með Hafursey að norðan. Vesturlilíð henn- ar er þverhníptur móbergshamar, og féllu vatnslænur sums staðar alveg upp að berginu, svo að við urðum að vaða þær til að konrast norður með eynni. „Sandvatnið" leikur þarna á breiðum aurum, milli Hafurseyjar og Vatnsrásarhöfða, suðvestur í farveg Múla- kvíslar. Fyrir Kötlugosið 1918 féll Sandvatnið fram sandinn vestan Hafurseyjar. — Norðvestan í Hafursey eru brattar brekkur og tals- verður gróður í þeim. Frá N-horni hennar liggur um 20 m. há, kol- svört vikuralda f boga til NNV upp að jökli, en á þeim slóðum eru lágir linúkar í jökuljaðrinum og fram úr honum. Mun það vera af- réttarland það, sem forðurn var kallað Moldheiði, en hún var jökli hulin á dögum Sveins Pálssonar. Kcitlujökull er allbrattur að franranverðu og svartur af aur og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.