Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ifil Kötlujökull og umhverfi hans. Hafursey fremst á miðri mynd, Vatnsrásarhöfuð við SV-horn jökulsins, Huldujökull og Huldufjöll þar norður af. — Teikn. Steinþ. Sig. vikri. Virðist jökuljaðarinn ná alla leið norður að Sandfelli, og sér ofan á fellið yfir jökulsporðinn h. u. b. í hánorðri frá NA-horni Hafurseyjar. IIins vegar er snjólaus liryggur frá Eystri-Kötlukolli niður undir Sandfell. Norðvestur af Hafursey sér í klettahlíð suð- austan í Mýrdalsjökli, en vestan við Kötlujökulinn. Eru það Hnldu- fjöll. Norður af þeim, uppi við Kötlukverkina, eru 2—3 hnukar litlir upp úr jökli, og ákváðum við að reisa mælingavörðu á einum þeirra næsta dag, ef veður leyfði. Sunnudaginn 15. dgúst. Veður var orðið kyrrt og bjart um morg- uninn. Lögðurn við af stað frá tjaldstað okkar kl. 9 og héldum upp með hinni eiginlegu Múlakvísl, sem kemur ofan úr fögrum og slétt- um dal, sem gengur norðvestur í Höfðabrekkuafrétt á bak við Lér- eftshöfuð. Norðan dalsins tekur við brött fjallshlíð, og gengum við þar upp hjá Þakgilshöfði og norðan við Mælifell. Þegar upp á brún- ina er komið, liggur leiðin um aflíðandi heiði, efir rimum milli djúpra gilja, og síðan um urðaröldur upp að jökuljaðri, skammt austan við Jökulfell. Þaðan blasir við Hábunga á suðurhrygg Mýr- dalsjökuls. Er hún býsna breið og aflíðandi til suðausturs, en smá- hjöllótt. Leið okkar lá skammt vestur af Huldufjöllum. Verður djúpur hamradalur milli þeirra og heiðarinnar. Fellur jöktdfoss niður í dalbotninn að vestan og skriðjökull austur eftir dalnum, unz II

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.