Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 22
164
NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN
ar upp fyrir sprungubeltið upp í sléttan snjóhvamm undir allbrattri
brekku. Þar reistum við tvö tjöld, átum hafragraut, smásteik og
kjötseyði. Tókum á okkur náðir laust eftir miðnætti. Veður stillt,
en þoka í lofti.
11. sept. Sóttum stikurnar og drógum þær upp fyrir aðalbrekkuna
ú jöklinum. — Við þetta verk lirataði eg í þrönga jökulsprungu og
meiddi mig í fæti, svo að eg dugði lítt við dráttinn, það sem eftir
var dagsins.— Veður var milt og lijart hið efra, en neðar í hlíðunum
var skýjamökkur, og síðar fréttum við, að talsverð rigning liefði ver-
ið niðri í byggðinni um daginn. Um kvöldið tjölduðum við sunnan
undir jökultagli, senr gengur fr;i Vesturbungu fram með Sólheima-
jökli sunnanverðum. I myrkri um kvöldið drógum við stikurnar
upp á hátaglið og skildum þær þar eftir.
12. sept. Úrhellisrigning allan daginn, en stillt veður. Lágum um
kyrrt í tjaldstað II.
13. sept. Sæmilegt veður, en dumlmngslegt. Héldum af stað með
hafurtask okkar upp fyrir jökultaglið. Þegar upp kom á brúnina,
tók að snjóa, og færi gerðist þungt. Snjó hafði sett niður á hájökul-
inn bæði í N-lireti um miðjan ágústmánuð og síðustu daga hafði
ýmist rignt þar eða snjóað. Var jökullinn því skjöldóttur, — hvítar
fannir skiptust á við brúnleita, ,,rykfallna“ bletti, þar sem sást í yfir-
borðið frá sumrinu. Eftir að við höfðum sett upp eina stöng, 5 m
háa með þrem stögum, nálægt jökuldeilunum (Kötlu- og Sólheima-
jökuls), héldum við áfram eftir áttavita í svartaþoku og muggu, unz
við völdum okkur tjaldstað. Var kl. þá um 15.
Við settunr upp tvö tjöld í snatri, en tókum síðan að grafa snjó-
gryfju þar rétt hjá. Hélzt stöðugt svartaþoka og snjómugga, en hiti
var um frostmark. Var grafið niður í 5 m. dýpt án þess að finna
greinilegt árslag. — í 3 m. dýpt var þunnt, brúnleitt snjólag, sem
líktist lagi því, er við fundum í 4 m. dýpt í gryfju þeirri, er við
grófum 30. júlí. Hefði leysíng því átt að vera um 100 m. í ágústmán-
uði, og má það mjög sennilegt teljast. (Hins vegar hafa athuganir á
sömu slóðunr sumarið 1944 gert það nrjög vafasamt, að þarna hafi
í raun og veru verið unr ársmörk að ræða.
Er við höfðum lokið gryfjunni, holuðunr við snjóhelli inn úr
einni ldið hennar til þess að geta leitað þar skjóls, ef veður yrði
mjög slæmt.
Um nóttina var vindur hvass SA nreð snjókomu. Tjöldin stóðu
ágætlega, enda voru sterkar súlur í þeim úr harðviði, og um kvöldið
hlóðunr við duglega snjógarða umhverfis þau.