Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 26
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN voru orðnir blautir og kaldir. Við tókum þegar að reisa tjöldin, og litlu síðar létti til og gerði sól- skinsglætu. — Engar stikur sjáan- legar. Laugardaginn 5. dgúst. V-átt, 3 —4 r indstig. Kollheiður, en þoku- ruðningur á jöklinum um morg- uninn. Um hádegi lygndi og birti. Kl. 13 var hiti -þ 4,5 st. Við Einar Pálsson byrjuðum að grafa snjó- gryfju hjá 1.5 m. breiðri sprungu rétt hjá tjöldunum. Steinþór, Árni Þ., Franz og Árni Stef. fóru upp á Miðbungu til að leita stanga. Stöngin horfin af bungunni. Ný stöng reist þar. Veður liið fegursta um kvöldið. Sumiudagiim 6. ágúst. Logn og , , - r ., ... heiðmyrkur um morguninn. Hiti Pverskurour aí sprungu og snjóalog- f 1 ° ura á Mýrdalsjökli sumarið 1944. ^ s^’ í 25 cm. hæð yfil snjo. Hald- ið áfram að dýpkasnjógryfjunavið sprungubarminn og snjónum kastað niður í sprunguna. í sprungu- veggnum andspænis okkur sást í brúnleitt lag, en ofan við það virtist snjórinn alveg hreinn. Tókum við það ráð að síga í sprunguna til að athuga þetta. Fór Árni Stefánsson fyrstur og fann ólneint klaka- lag í veggnum. Gryfjan var þá orðin 262 cm. á dýpt. Úr botni hennar að brúna laginu mældust 525 cm. eða frá yfirborði jökulsins alls 787 cm. — Næst seig Steinþór í sprunguna og sagði til, þegar lóð, senr rennt var niður, nam við brúna lagið. Reynclist dýptin þar 793 cm. (Mælt af sprungubarmi 5 m. sunnan við gryfjuna, og má vera, að línan hafi lagzt örlítið skáhallt eða brúna lagið hafi verið dálítið öldótt). Þá var og rnælt á sama hátt að öðru lagi, sem leit út fyrir að vera hausthvörf frá 1942. Reyndist bilið milli laganna 470 cm. Loks seig eg niður í sprunguna og mældi lagskiptingu í snjónum niður að brúna laginu efra. — Tel eg engan vafa geta á því leikið, að þar sé um að ræða yfirborð jökulsins frá ágúst—september 1943. Fer hér á eftir mæling á snjógi'yfjunni sem sýnishorn af lagskiptingu í jökul- snjó á áliðnu sumri.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.