Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 Árni var tekinn að hressast um morguninn, en hafði þó verk fyrir bringspölum vinstra megin og varð að halda kyrru fyrir. Eftir hádegið reistum við turninn, og var því verki lokið kl. 21. Var þá hæg SA-átt með þokusúld og 2 st. hita. Turninn er þrístrend tré- grind, styrkt með krossstögum úr tjörubornu snæri. Hæðin er rúmir 12 m., þar af eru um 2.5 m. grafnir í snjó, en 10.6 m. stóðu upp úr, þegar gryfjan hafði verið fyllt. Var turninn grafinn svona djúpt til þess að gera fyrir væntanlegri leys- ingu til haustsins. Á hverri liornstöng eru fjögur stög, og eru endar þeirra festir í tré- liæla um 250 cm. niðri í snjónum. Miðvikudag 9. ágúsl. Kl. 9 um morguninn var NV-andvari, lieið- myrkur, dálítil súld og 3 st. liiti. í N-átt var þokuregnbogi, bláhvítur á innra borði, en reykbrúnn á ytra borði. Árni og Franz héldu af stað til byggða upp úr hádeginu. Síðan færðum við tjöldin um 20 m. til vesturs, því að þau stóðu nú orðið á hávaða vegna leysingar þeirrar, sem átt hafði sér stað, síðan við komum. Um kvöldið gerðum við vatnsmælingar á snjónum í gryfj- unni. Líta þær þannig út í aðalatriðum: I. 25 cm. undir yfirborði 4. ágúst: Vatnsgildi 59.0% 11. 45 — Grófur, þéttur snjór: - 04.0% III. 85 — Snjór: - 60.5% IV. 180 — Snjór, harður og ísborinn: - 07.0% V. 230 — Þéttur snjór: - 64.5% VI. 345 — Snjór milli tveggja þykkra islaga: Meðaltal: 62.5% 62.9% .. 1 urninn," eins og gengið var frá honuni 8. ágúst 1944. (Ljósra.: St. Sig.). Er þetta nokkru hærra en tilsvarandi tölur frá Vatnajökli vorið 1936, og er það skiljanlegt, að snjórinn sé vatnsbornari, þegar líður

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.