Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177 skapi. Á óskalista flugvélafræðinganna hefur lengi staðið að byggja stóra flugvél með mörgum hreyflum, knúnum af rafmótorum og aðeins einum stórum benzín- eða hráolíumótor einhvers staðar á heppilegum stað í bolnum. Þetta fyrirkomulag hefur rnarga kosti, en framkvæmdirnar hafa strandað, aðallega vegna þunga rafmótor- anna. Með því að nota silikon-einangrun, má fá helmingi léttari mótora, en ]>að ætti að vera nóg til þess að slíkar flugvélar gætu borg- að sig. Á einu sviði enn eiga silikon-efnin eflaust eftir að ryðja sér til rúms, en það er sem smurningsolíur. Það er hægt að fá fram alla milliliði, frá kvoðu á þykkt við vaselín, til þunnfljótandi vökva. Mesti kosturinn við þessar silikon-smurningar er, hve óháðar þær eru hitanum. Smurningsfeitin stífnar ekki við 40° frost og bráðnar ekki við 400° hita. Smurningsolían flýtur enn við 100° kulda, en allar venjulegar smurningsoliur eru Irosnar löngu áður. Þessar smurningsolíur eru sérstaklega vel fallnar til notkunar í flugvélum, sem ef til vill á fáum mínútum stíga upp frá steikjandi lieitum flug- velli einhvers staðar í hitabeltinu og alla leið upp í háloft, þar sem hitinn er 50° undir frostmarki eða ennþá lægri. Silikon-gúm hefur ennþá ekki náð sömu fullkomnun og venjulegt, tilbúið gúm, en ef það tekst að fá það fram, þá ma líka búast við sér- lega góðum árangri. Þegar hjólbarðar úr venjulegu gúmi slitna og ganga úr sér, er ein af aðalorsökumunum liiti sá, sem fram kemur í hjólbarðanum við aksturinn. Nú má búast við því, að hitabreyt- ingar hafi tiltölulega li'til áhrif á silikon-gúmið eins og aðrar teg- undir silikon-efnanna. Hjólbarðar úr slíku gúmi þola því vel upp- hitunina og ef silikon-gúm verður fundið, á annað borð, þá er ekki ólíklegt, að úr því megi gera hjólbarða, senr séu svo endingargóðir, að þeir endist á við hvaða bíl sem er. Á núverandi stigi er silikon- gúmið að flestu leyti svipað venjulegu gúmi, en vantar þó einn mik- ilvægan eiginleika og það er að þola teyju. Ef teygt er á því slitnar það mjög auðveldlega og þessvegna er ekki hægt að nota það í hjól- barða. Þeir sem hlut eiga að máli eru þó vongóðir um, að eftir frek- ari rannsóknir verði hægt að ráða bót á þessum galla og að þeim muni takast: að frantleiða gúm með áður óþekktum gæðum. Eflaust eiga silikon-efnin eftir að ryðja sér til rúms á mörgum öðrum sviðum. Það er t. d. ekki ólíklegt, að eldföst klæði verði ofin úr siliþonþræði. Enn er silikon aðeins framleitt í kílóatali, en ni'i hafa verið byggðar verksmiðjur sem brátt munu framleiða þessi merkilegu efni í tonnatali og gera almenningi mögulegt að verða aðaðnjótandi hinna ómetanlegu kosta þeirra. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.