Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 46
188
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
heldur verkunum sínurn, hve það er ódýrt í framleiðslu og svo
hin feiknamikla verkun þess á fjölmörg skaðræðis skordýr. Efnið
er hvítt, lyktarlaust duft, það leysist ekki upp í vatni, en hinsvegar
vel í vínanda og acetone. Fyrst verkar það örvandi á skordýrin, en
síðar lamar það taugakerfi þeirra og veldur dauða. DDT má auð-
veldlega framleiða úr alþekktum efnum. Sem lúsavarnameðal er
það mjög stórvirkt og nægir að strá því í fötin og heldur það verk-
unum sínum í þeim í mánuð þótt fötin séu þvegin vikulega. Sé
því úðað á veggi, strádrepur það allar flugur og önnur skordýr um
fjögurra mánaða skeið. Ennig hefir verið reynt að setja DDT í máln-
ingu innanhúss og hefir það reynst vel við sumar tegundir málning-
ar. í botnfarfa á skip hefir DDT reynst ágætlega til Jress að varna
Jrví að hrúðarkarlar og önnur sjávardýr setjist á skipsbotna og
bryggjustaura. Mönnum verður ekki meint að DDT nema ef stórir
skannntar af Jdví fara ofan í þá.
Fram til Jressa liefir DDT ekki fengist á frjálsum markaði, Jjví að
herstjórnirnar hafa setið fyrir Jdví öllu. Brátt mun þó úr rætast og
ættum við íslendingar þá að leggja í gjöreyðingar styrjöld við þjóð-
ar-ófögnuð okkar, lúsina. En auk þess mun DDT reynast mikilvægt
liér á landi til þess að halda niðri og eyða kálflugum og öðrum
skaðræðis-skorkvikindum innan húss og utan. ,S. Þ.
Reikistjarnan Saturnus er um Jiessar mundir mjög auðþekkt á
kvöldhimninum. Er hana að finna í tvíburamerki, skammt austan
við stjörnumerkið Orion, sem margir kannast við. Saturnus er sér-
stök meðal stjarnanna vegna hringa þeirra, sem umlykja hana.
Hringarnir eru ósýnilegir með berum augum og vissu menn ekki
um þá fyrr en eftir uppgötvun sjónaukans. Galilei sá þá fyrstur
manna árið 1610, án þess þó að geta greint að um hringa væri að
ræða, það tókst fyrst Huygens árið 1655. Telja stjarnfræðingar að
hringarnir séu myndaðir úr tunglum Saturnusar, sem splundrast
hafi vegna of mikillar nálægðar Jjeirra við Saturnus sjálfa.
Þess má geta að á sömu slóðum og Saturnus er nú, en litlu austar
er reikistjarnan Mars, sem auðþekkt er á liinum rauða lit sínum.
Annars eru reikistjörnurnar auðþekktar frá fastastjörnunum á |>ví
að skin reikistjarnanna er rólegt og stöðugt, en skin fastastjarnanna
er tindrandi og tifandi.
Kápumyndin: Jökull í Kötlukverkiniú. Kötlukollur eystri í baksýn. Steinþór Sigurðs-
son lók myndina.