Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 6
52
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
son, magister, til að þýða hann. Þess er þó að geta, að lýsingar Her-
berts eru endurritaðar að mestu í króníku mikilli, sem rituð er af
öðrum cisterciensamúnki, Alberic að nafni, í klaustrinu Troisfon-
taines í Frakkiandi. Sú króníka mun rituð á fimmta tug 13. aldar
(hún nær fram til 1241). í ritgerð, sem sá íslandsfróði fræðaþulur,
Konrad Maurer, skrifaði 1894 ognefndi Helvíti á íslandi (Die Hölle
auf Island), rekur hann að nokkru frásagnir Alberics um Heklu.bæði
þær sem hann hefur frá Herbert og aðrar, sem hann hefur frá
cistercíensum í Svíþjóð (cistercíensar virðast liafa haft sérstakan
áhuga fyrir Heklu), og eftir Maurer tekur Þorvaldur Thoroddsen
þetta svo upp í viðaukakafla við fyrsta bindi Landfræðisögu sinnar
og þýðir þar að miklu leyti það, sem Alberic hefur ritað eftir Her-
bert. Þorvaldur hefur það eftir Maurer, að rit Herberts sé frá miðri
12. öld, og hið sama segir Paul Hermann í bók sinni: ísland. En
enginn þessara manna virðist hafa dregið af þessu þá ályktan, að
væri rit Herberts svo gamalt, gæti frásögn hans af Heklugosi ekki átt
nema við eitt Heklugos, nefnilega hið fyrsta, og því sérstök ástæða
til að athuga hana nánar. Líklega hefur Þorvaldi verið ókunnugt
um, að rit Herberts væri enn til.
Hér fer á eftir frásögn Herberts óstytt í þýðingu Jakobs Benedikts-
sonar. Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðun-
um 107v og 108r í Múnchen-handritinu. Frásögnin um ísland byrjar
þar á orðunum de Inferno Hyslandie og endar á orðunum effugere
co?itempnunt.
„Um vít.i á íslandi.
Norður í heimi er vitað um stóra eyju, sem kölluð er ísland (liys-
landia) og tekið hefur kristna trú. Á henni er fjall nokkurt bratt og
geysimikið, sem tekur yfir mikinn hluta landsins, en undir því og í
því telja íbúarnir, að sé hið mesta víti. Fjall þetta er allt fullt af hell-
um og holt að innan, brennur allt og spýr logum, og stendur í sí-
felldu eldsbáli, sem læsir sig um og eyðir fjallið að utan og innan allt
niður að rótum og jafnvel út fyrir fjallsræturnar. Örugg merki sanna
sem sé, að þessi skelfilegi eldur lifir og æðir ekki aðeins undir rót-
um fjallsins, heldur einnig undir mararbotni. Hinn nafnfrægi eld-
ketill á Sikiley, sem kallaður er strompur vítis, — en þangað eru
dregnar sálir dauðra, fordæmdra manna til brennslu, eins og oft
hefur verið sannað, — hann er að því, er menn fullyrða, eins og smá-
ofn í samjöfnuði við þetta gífurlega víti. Innan í þessari hræðilegu