Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 11
HERBERT MÚNKUR OG HEKLUFELL 57 svo að þar sem vatnið varð að láta undan síga, kom land í staðinn, og fjöllin bárust út í hafsauga. Og þegar þau höfðu fyllt sjóinn al- gjörlega á löngu og breiðu svæði og gert hafsdjúpið jafnt sjávar- ströndu, varð sjórinn að þurru landi, svo að þar sent áður var vatn, varð nú fast land um 12 mílur og er ef til vill enn. Enn fremur eydd- ist í þessunt eldsbruna fræg borg og mannmörg, en þar var ágæt höfn við fjörð, sem eyðilagðist þó, þegar sjórinn þurrkaðist upp.“ Ekki á þetta við Heklugos. Það mætti láta sér koma í hug, að hér væri um að ræða lýsingu á hraunflóði, sem runnið hefði éit í sjó, og væri þá vart um að ræða gos á öðru svæði en Reykjanessvæðinu, en þar hafa hraun runnið í haf út, bæði fyrir og eftir landnámsöld. En ég hygg þó sönnu nær, að þau fjöll, sem bárust út í hafsauga, hafi verið ísjakar, og að hér sé með öðrum orðum um lýsingu á stóru jök- ulhlaupi að ræða, og liana raunverulega alls ekki svo slæma með til- liti til þess, hversu einstæðar nátúruhamfarir hin íslenzku jökul- Idaup eru, og að frásögnin er skráð í fjarlægu landi og vart beint eftir sjónarvotti. Og enda þótt hugsanlegt sé, að hér sé um að ræða hlaup undan Skeiðarárjökli eða Sólheimajökli, virðist mér mestar líkur fyrir því, að hér muni lýst hlaupi á Mýrdalssandi. Af lýsingunni viiðist mega ráða, að þetta hafi verið stórldaup, sem borið hafi mikla jaka á haf út og fært fram ströndina verulega, og kemur þá vart ann- að til greina en Kötluldaup. Það, sem vitað er úr íslenzkum heimildum um jökulhlaup á Mýr- dalssandi og byggð á sandinum til forna, hefur próf. Einar Ól. Sveinsson dregið saman í ritgerðinni Byggð á Mýrdalssandi og í bók sinni Landnám í Skaftafellsþingi, og vísa ég til þeirra rita. Hér skal aðeins drepið á nokkur atriði, sem frásögn Herberts gefur ástæðu til að nefna. Ekki er vitað með vissu um neitt ldaup á Mýrdalssandi fyrr en ldaup það, sem um getur í Þorláks-sögu hinni yngri. Þar segir frá því, er Þorlákur biskup l’ór um Austfirðingafjórðung 1179 og kom að Höfðabrekku. ,,í þann tíma hafði Jón [Loftsson] komizt að Höfðabrekkulandi, er eitthvert þótti bezt vera, áður en Höfðá spillti." Ennfremur segir um deilu þá, er varð milli biskups og }óns. „Enn var önnur grein millum þeirra, og stóð sti af Höfðárldaupi, því að hún hafði tekið marga bæi, þá er þangað lágu undir, og tvo þá, er kirkjur voru á. Varð af því minni tíund og færri hús til brott- söngs. Vildi Jón fyrir því, að eigi væri meir en einn prestur og djákn að kirkjunni, en áður voru tveir prestar og tveir djáknar. Lét herra biskup það leiðast fyrir þessa sömu skynsemi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.