Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 34
GuSmundur Kjartansson: Meira um Rauðhól Fyrir þremur árum birtist í þessu riti greinarkorn eftir mig um Rauðhól sunnan við Hafnarfjörð.* Þarna hafði verið lítill hóll úr rauðu hraungjalli og hraunkleprum og umluktur hrauni á alla vegu. En þegar er ég skrifaði greinina, var hann orðinn mjög sundur graf- inn vegna malarnáms úr honurn undanfarin ár. Sá gröftur var stór- um fróðlegur um innviði hólsins, og komu í Ijós hlutir, sem engan hefði að óreyndu grunað, að þar leyndust. Frá þessu er sagt í fyrri grein minni, og skal það ekki endurtekið hér. Sama dag sem heftið með grein minni kom út, 7. maí 1949, varð mér enn gengið í malargryfjuna í Rauðhól. Þá hafði hún stækkað lítið eitt frá því, er ég kom þar næst áður, því að malarnám úr síð- ustu leifum rauðamelsins hafði verið tekið upp að nýju jiann dag eða fyrir fáeinum dögum. í nýjasta malarstálinu gat nú að líta jarð- lag eitt, sem hefði sparað mér miklar vangaveltur og Náttúrufræð- ingnum nokkurra blaðsíðna rúm, ef það hefði kornið í ljós fyrr. Mestur hluti fyrri greinar minnar um Rauðhól eru rökræður um það, hvort hann muni vera raunverulegur eldgígur eða aðeins gervi- gígur (þ. e., hvort þar hafi kornið upp eldgos djúpt úr jörðu eða að- eins gosið upp úr hálfstorknuðu hraunflóði, sem þangað hefði runn- ið ofanjarðar, en ætti sér upptök annars staðar), og er þar getið hins helzta, sem mér þótti mæla með og móti báðum möguleikunum. En endanlegur úrskurður fékkst ekki. Ég klykkti svo út: „Að öllu þessu athuguðu hallast ég enn helzt að þeirri skoðun, að Rauðhóll sé gervigígur.“ Samkvæmt þeirri skoðun teiknaði ég skýringarmyndina í fyrri grein minni. Við komu mina í Rauðhól 7. maí 1949 var komin ný geil í neðra malarstálið fast með jaðri hraunsins fyrir austan hólinn. Hún hafði

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.