Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 37
MEIRA UM RAUBHÓL 81 botni vatna eða sjávar, þar sem þessar örsmáu svifverur lifa — og falla til botns, er þær deyja. Barnamold er allvíða í jörðu hér á landi, en yfirleitt í þunnum lögum. Veit ég ekki til, að verulegt magn hafi fundizt af henni annars staðar á landinu nema lag það, er Jóhannes Áskelsson fann árið 1938, um 1 m þykkt, á allstóru svæði norður af Gunnarshólma við Hólmsá í Kjósarsýslu.* Barnamoldin undir Rauðhól virðist því sem næst hrein kísilleðja. Þó má greina í henni fúnaðar leifar og för eftir jurtastöngla. Hún er ljósgulbrún, þar sem hún liggur í laginu, en verður snjóhvít við þurrk. Fyrir drengilega milligöngu dansks skólabróður míns, Aksels N0r- vangs jarðfræðings, tókst Niels Foged, lektor í Odense, á hendur að rannsaka sýnishorn af barnamoldinni og ákveða tegundir díatóme- anna í henni. Niels Foged er talinn bezti sérfræðingur Dana í þeirri grein. Hann hefur lagt stund á að greina díatómeur í ungum jarð- lögum á Norðurlöndum og m. a. komið nokkrum sinnum til íslands í þeim erindum. Niels Foged fann 117 tegundir díatómea í sýnishorninu og kveðst þó ekki hafa leitað í þaula. En þetta nægir fyllilega til að skera úr um það, sem mestu máli skiptir: Allur þorri díatómeanna er af ein- dregnum ferskvatnstegundum, en nokkrar tegundir verða þó að teljast slæðingar úr sjó. Barnamoldina verður að telja myndaða í stöðuvatni skammt frá sjávarströndu. Tegundalisti Fogeds ásamt stuttorðri greinargerð og niðurstöðu er birtur í viðauka við þessa grein. Þáttur þessa danska sérfræðings í rannsókn Rauðhóls var nauðsynlegur og er mikilla þakka verður. — En höldum nú áfram að rekja lögin upp eftir stálinu. Lag III. (2. mynd) líkist I., en er öllu sendnara og ógreinilega lag- skipt. Lag IV. er úr smágervum ægissandi með miklurn skeljum og skeljabrotum. Því hef ég lýst í fyrri greininni og talið upp dýrateg- undirnar, alls 10. Síðan hef ég safnað þar mörgurn skeljum til við- bótar, og enga nýja tegund fundið, svo að víst sé, en einn fiskkjálki reyndist við athugun Jóns Jónssonar fiskifræðings vera úr þorskfiski, sennilega þorski. — Lag þetta liggur nú nál. 10 m y. s., svo að sjávar- borð hlýtur að hafa legið um 15 m hærra en nú, að minnsta kosti, þegar þarna lifðu m. a. stórvaxnar öður. Lag V. er fínn, brúnleitur sandur, skeljalaus og runninn saman í * Skýrsla um störf sementsverksmiðjunefndar. Rvík 1949 (vélrituð). JSIáttúrufrœðingurimi, 2. h. 1952 6

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.