Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 40
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN i sjónin — og fylgdi jöklinum eftir í ísaldarlokin. Lögin í Rauðhól sanria, að tvær transgressjónir (sjávarborðshækkanir) hafa átt sér stað, hin fyrri í ísaldarlok upp að þeim fornum fjöruborðum, sem liæst liggja, og hin síðari og nokkru minni löngu síðar í mildu loftslagi, en á milli átti sér stað regressjón (sjávarborðslækkun) niður fyrir 10 m hæðarlínu. Minjar fyrri transgressjónarinnar eru kamburinn úr grágrýtis- * hnullungum 32 m y. s. í Hvaleyrarholti, hnullungadreifin þar fyrir neðan og hnullungarnir, sem kastazt hafa upp í Rauðhólsgosinu og nú finnast þar innan um gjallið ásamt fleiri xenólítum (t. d. barna- moldarkögglum) úr undirlagi hólsins. Um nánari lýsingu á því öllu skal vísað til fyrri greinar minnar. Minjar regressjónarinnar er barnamoldarlagið. Minjar síðari transgressjónarinnar er ægissandurinn með skeljum. En ekki verður að að svo stöddu sagt um, hve liátt sjávarborðið komst að því sinni, nema mesta hæð þess hefur verið einhvers staðar milli 15 og 32 m yfir núv. sjávarmál. Á því bili má finna forn fjöru- borð hér í grennd, og eru einhver þeirra eflaust eftir síðari trans- gressjónina, en ekki hef ég athugað þau svo vel, að ég treystist til að gefa upp neina ákveðna hæð, enda eru þessar fornu fjörur allar miklu ógleggri en hin efsta, þó að sú sé elzt. Ætla má, að síðari trans- gressjónin hafi verið skammvinn og fjarað viðstöðulítið. Lögin í Rauðhól og minjar jökuls og sjávar í næsta nágrenni hans eru afbraðsglöggar og auðlesnar heimildir um viðburðaríkan jarð- söguþátt. Sá þáttur var sagður í stuttu máli í lok fyrri greinar minn- ar um Rauðhól. En þegar ég samdi hana, vantaði í heimildina eina veigamikla línu (moldarlagið), sem nú er fundin, og önnur (barna- * moldin) var mislesin, en er nú örugglega ráðin. Þess vegna skal nú söguþátturinn endurtekinn með viðauka og leiðréttingu og nýrri skýringarmynd (3. mynd): 1. Berggrunnurinn (I. á 3. mynd) myndaðist einhvern tíma á ísöld, ef til vill í síðasta hléi hennar. Hann er úr þykkum grágrýtishraun- um, sem runnið hafa austan að, sennilega um langan veg. 2. Um margar þúsundir ára svarf ísaldarjökull ofan af grágrýtis- grunninum, en vann misvel á honum, svo að sums staðar grófust í geilar, en ávalar klappabungur standa eftir á milli. Ein þeirra er Hvaleyrarholt. Ennfremur brotnaði og haggaðist berggrunnurinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.