Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 41
MEIRA UM RAUBHÓL
85
S N
3. mynd. Jarðlagaskipun í Rauðhól, líkingarmynd. I. Berggrunnurinn, úr grágrýd. II.
Grettistök, ofan við efstu sjávarmörk. III. Sjávarmöl og lábarðir linullungar; k. hnull-
ungakambur við efstu sjávarmörk. IV. Set, myndað á landi og í ósöltu vatni, mest
barnamold. V. Sjávarsandur með skeljum. VI. Storkunagli í eldrásinni (sprungu?). VII.
Gosmöl, aðallega rautt gjall. VIII. Jarðvegslag. IX. Hvaleyrarhraun. — Fig. 3. Schematic
section of RauÖhóll. I. Basalt rock with striated, moutonnée surface. II. Subangular
erratic blocks. III. Thoroughly rounded boulders and pebbles. A wall of these malerials
marks the liighest shore-line, k, 32 metres a. s. I. IV. land and fresh-water deposits,
mostly diatomaceous earth. V. Marine sand with shells. VI. Volcanic neck. VII. Pyro-
clastic material, mostly scoria. VIII. Soil, covered by a thin layer of volcanic ash. IX.
Lava.
eitthvað um þessar mundir, og olli það nokkru um mishæðirnar,
en brotabrúnirnar hafa máðst og jafnazt af jöklinum.
3. í ísaldarlokin, sennilega fyrir fullum tíu þúsundum ára, bráðn-
aði jökullinn. En grágrýtisklappirnar bera hans minjar æ síðan. Þær
eru allar rispaðar í stefnu til norðvesturs, út á Faxaflóa, og víða
þaktar jökulruðningi, þ. e. leir og grjóti, sem jökullinn ýtti eða bar
fram í botnlagi sínu.
Um Jressar mundir leysti ísaldarjökla víða um heim og við það
hækkaði í sjónum. Skömmu eftir að Hvaleyrarholt varð örísa, náði
sjávarborð mestri hæð og lá þar um skeið, 32 m yfir núv. sjávarmáli.
Neðan þeirra takmarka þógu öldur og straumar jökulleirinn af grá-
grýtisklöppinni, en steinar, einkum stórgrýti, úr jökulruðningnum
lágu eftir. Nú er það allt brimbarðir hnullungar, mjög rækilega
ávalaðir. Sums staðar liafa þeir kastazt upp í kamba, og er hinn efsti,
32 m y. s., langgleggstur (III. k.). Þar fyrir ofan er jökulruðningur-
inn lítt hreyfður og mikill munur á, hve steinarnir í honum eru
hvassbrýndari (II. g.).
4. Sjávarborð lækkar a. m. k. niður fyrir núv. 10 m hæðarlínu, ef