Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 42
86 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN til vill niður að núv. sjávarmáli eða lengra. Loftslag er orðið sæmi- lega milt og láglendi klæðist gróðri. Sunnan undir Hvaleyrarholti er tjörn eða stöðuvatn. Þar lifir mikil mergð kísilþörunga (día- tómea). Sumir synda eða svífa í vatninu, aðrir eru festir við æðri plötnur, sem vaxa á grynningum. Að ævinni lokinni sökkva kísil- skeljar þeirra til botns og mynda þar livíta eðju, sem við köllum nú barnamold (IV.). 5. Sjávarborð hækkar aftur, að þessu sinni a. m. k. upp fyrir 15 m hæðarlínu, en naumast svo hátt sem í fyrra skiptið. Ægissandur (V.) leggst yfir barnamoldina. Sjórinn er hlýr, og á botni hans lifa þær teg- undir sjódýra, sem enn eru algengar á sams konar botni í Faxaflóa. 6. Enn fjarar sjórinn, sennilega eitthvað niður fyrir núv. fjöru, og ægissandurinn við Hvaleyrarholt verður þurrlendi. Eitthvað af hon- um er numið brott af vatni eða vindi, svo að sums staðar liggur barnamoldin óhulin á yfirborði jarðar. Ekki er að sjá, að þessi ný- þornaði sjávarbotn hafi fengið tíma til að gróa upp. 7. Þá kemur upp eldgos, og Rauðhóll hleðst upp úr hálfstorknum hraunkleprum (VII.), sem hrúgast ofan á setlögin. Þetta virðist hafa verið mjög lítið gos, og ekki sér þess nein merki, að hraun hafi runn- ið frá gígnum. Þó má vel vera, að Rauðhóll sé aðeins endagígurinn í gígaröð, er legið hafi þaðan til suðvesturs, í hina venjulegu stefnu gossprungna á Reykjanesskaga, og séu hinir nú komnir á kaf í hraun, sem síðar hafa runnið. Enn fremur getur komið til mála, að gjallskikinn Rauðamelur, sem stendur upp úr hraununum sunnan við Straum og um 5 km vestsuðvestur frá Rauðhól, sé upp kominn úr sömu sprungu í sama gosi. En stefnan frá Rauðhól á Rauðamel er þó nokkru vestlægari en stefna gossprungna yfirleitt. 8. Rauðhóll tekur að gróa upp. Sums staðar myndast lyngtór með grunnum moldarjarðvegi (VIII.) ofan á gjallinu, en mestur hluti hólsins er þó enn ber melur. 9. Þá kemur upp eldur í Reykjanesfjallgarði eða fram með norður- hlíðum hans. Það hefst með dálitlu öskufalli, og þar sem vindur er suðlægur, leggur öskuna yfir Rauðhól. Þar staðnæmist hún helzt í lynginu, en fýkur af þar, sem bert er og skjóilaust. í sama gosi kemur upp mikið hraun. Eftir nokkra daga eða vikur hefur það runnið alla leið ofan að Hvaleyrarholti og lukið um Rauðhól á alla vegu (IX). Enn rann það a. m. k. fáeina kílómetra og hefur að líkindum endað í sjó. Þegar þetta gerðist, var sjávarborð ekki hærra en nú, sennilega nokkru lægra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.