Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 42
86 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN til vill niður að núv. sjávarmáli eða lengra. Loftslag er orðið sæmi- lega milt og láglendi klæðist gróðri. Sunnan undir Hvaleyrarholti er tjörn eða stöðuvatn. Þar lifir mikil mergð kísilþörunga (día- tómea). Sumir synda eða svífa í vatninu, aðrir eru festir við æðri plötnur, sem vaxa á grynningum. Að ævinni lokinni sökkva kísil- skeljar þeirra til botns og mynda þar livíta eðju, sem við köllum nú barnamold (IV.). 5. Sjávarborð hækkar aftur, að þessu sinni a. m. k. upp fyrir 15 m hæðarlínu, en naumast svo hátt sem í fyrra skiptið. Ægissandur (V.) leggst yfir barnamoldina. Sjórinn er hlýr, og á botni hans lifa þær teg- undir sjódýra, sem enn eru algengar á sams konar botni í Faxaflóa. 6. Enn fjarar sjórinn, sennilega eitthvað niður fyrir núv. fjöru, og ægissandurinn við Hvaleyrarholt verður þurrlendi. Eitthvað af hon- um er numið brott af vatni eða vindi, svo að sums staðar liggur barnamoldin óhulin á yfirborði jarðar. Ekki er að sjá, að þessi ný- þornaði sjávarbotn hafi fengið tíma til að gróa upp. 7. Þá kemur upp eldgos, og Rauðhóll hleðst upp úr hálfstorknum hraunkleprum (VII.), sem hrúgast ofan á setlögin. Þetta virðist hafa verið mjög lítið gos, og ekki sér þess nein merki, að hraun hafi runn- ið frá gígnum. Þó má vel vera, að Rauðhóll sé aðeins endagígurinn í gígaröð, er legið hafi þaðan til suðvesturs, í hina venjulegu stefnu gossprungna á Reykjanesskaga, og séu hinir nú komnir á kaf í hraun, sem síðar hafa runnið. Enn fremur getur komið til mála, að gjallskikinn Rauðamelur, sem stendur upp úr hraununum sunnan við Straum og um 5 km vestsuðvestur frá Rauðhól, sé upp kominn úr sömu sprungu í sama gosi. En stefnan frá Rauðhól á Rauðamel er þó nokkru vestlægari en stefna gossprungna yfirleitt. 8. Rauðhóll tekur að gróa upp. Sums staðar myndast lyngtór með grunnum moldarjarðvegi (VIII.) ofan á gjallinu, en mestur hluti hólsins er þó enn ber melur. 9. Þá kemur upp eldur í Reykjanesfjallgarði eða fram með norður- hlíðum hans. Það hefst með dálitlu öskufalli, og þar sem vindur er suðlægur, leggur öskuna yfir Rauðhól. Þar staðnæmist hún helzt í lynginu, en fýkur af þar, sem bert er og skjóilaust. í sama gosi kemur upp mikið hraun. Eftir nokkra daga eða vikur hefur það runnið alla leið ofan að Hvaleyrarholti og lukið um Rauðhól á alla vegu (IX). Enn rann það a. m. k. fáeina kílómetra og hefur að líkindum endað í sjó. Þegar þetta gerðist, var sjávarborð ekki hærra en nú, sennilega nokkru lægra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.