Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 43
MEIRA UM RAUBHÓL
87
10. Þetta hraun, sem nefnist Hvaleyrarhraun, er ellilegast allra
hrauna í næsta umhverfi Hafnarfjarðar. En það er helzt ellimerkja á
því, að sjórinn hefur klappað í það stall um núverandi strandlínu,
þar sem kölluð eru Gjögrin. Lágt er það berg að vísu, aðeins fáeinar
mannhæðir, en mun þó vera mesta eða jafnvel eina sjávarbergið
milli Hvaleyrarhöfða og Vogastapa.
11. Enn verður eldgos á Reykjanesskaga og að þessu sinni úr
sprungu, sem liggur fram með Undirhlíðum, langleiðina milli Kald-
ár og Vatnsskarðs. Þaðan rann hraun það, sem nú er kallað Bruni í
heild, en nyrzti hluti jtess Kapelluhraun. Það breiddist yfir allan
suður- og vesturhluta Hvaleyrarlnaunsins, en náði ekki Rauðhól,
féll fram af lágu sjávarbergi vestan við Gjögrin og myndaði þar dá-
lítinn tanga út í sjóinn innan við Straum.
Bruninn er unglegastur að sjá og vafalaust einnig yngstur allra
þeirra hrauna, sem runnið liafa út í Faxaflóa sunnanverðan. Sjórinn
hefur ekki brotið framan af því að neinu ráði og engan stall klappað
í það. í Kjalnesinga sögu, sem talin er „að líkindum rituð á fyrra
hluta 14. aldar“# og segir frá atburðum á landnámsöld og fram á 10.
öld, er getið Nýjahrauns, og hlýtur þar að vera átt við Brunann (og
Kapelluhraun). Nafnið Nýjahraun er enn fremur ótvírætt haft í
þeirri merkingu í máldaga, sem prentaður er í Dipl. Isl. IV, bls. 751,
og þar talinn vera frá 1448 eða síðar. í máldaganum segir m. a., að
Hvaleyrarkirkja eigi land „suður í Nýjahraun og síðan ofan með
öllu Nýjahrauni“. Nýjahraunsnafnið hefur nú fyrnzt, en það bendir
eindregið til, að menn hafi orðið þess varir, er lnaunið rann. Engin
frásögn um þá atburði hefur varðveitzt til jressa dags, en allt, sem
vitað er um Brunann (öðru nafni Nýjahraun), bendir mjög ákveðið
til, að hann hafi runnið á landnámsöld eða litlu síðar.
VIÐAUKI
DIATOMÉER
i Diatoméjord fra RauÖhúU ved Hafnarfjöröur, Island
Alfabetisk Fortegnelse over Diatoméerne:
Achnanthes delicatula — minutissima
Anomoeoneis exilis var. lan-
ceolata
Caloneis amphisbaena var.
subsalina
— bacillum
— silicula
— Hauckiana
— lanceolata
----fo. capitata
----var. elliptica
— linearis
— Östrupii
Anrphora coffeaeformis
— ovalis
— — var. libyca
— perpusilla
* Guðni Jónsson: Formáli. íslendinga sögur, 12. bindi. Rvfk 1947.