Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 47
SÆDJÖFLARNIR
91
' tegund sem dr. Bjarni fékk síðar til rannsóknar. Hinum þriðja var
ekki lýst fyrr en árið 1871 (Otieirodes eschrichti Lútken), sú tegund
hefur eigi fundizt hér og ekki hlotið íslenzkt heiti.
Fiskar þessir voru fyrst dregnir upp úr sínum eiginlegu djúpsævar-
heimkynnum á „Challenger" leiðangrinum (1872—1876), og síðan
hafa margir hafrannsóknarleiðangrar (einkum „Valdivia“ leiðang-
urinn og „Dana“ leiðangrarnir) veitt þessa fiska á djúpsævi. Árið
1932 var svo komið, að um 500 þessara fiska höfðu verið rannsakað-
ir, og skiptu brezku fiskifræðingarnir Regan og Trewavas þeim á 11
ættkvíslir, 40 ættir og 158 tegundir.
Það sem einkum olli erfiðleikum við kerfun tegundanna var út-
litsmunur hænga og hrygna. Hrygnur ættbálksins hafa allar stöng á
höfðinu með ljóstæki, en stöng þessi er fremri bakuggi, og er aðeins
einn geisli. Stöng þessi reyndist nytsöm við kerfun hrygnanna, en á
hænga vantaði hana. Varð því að lýsa hængum sérstaklega og skipa
þeim í sérstakar ættir, án tengsla við hrygnuættirnar, svo að úr þessu
varð mikill glundroði og óvissa.
Þetta erfiða vandamál tók dr. Bertelsen til úrlausnar. Hann fékk
til rannsóknar um 2400 sædyflaseiði og um 200 unghænga. Voru
þetta allt órannsökuð gögn frá „Dana“-leiðangrinum.
Dr. Bertelsen hefur ritað mjög aðdáanlegan kafla um þróun sæ-
dyflategundanna, með nákvæmum og vel gerðum teikningum af
seiðunum. Honum tókst að sýna frarn á það, að bygging höfuðbeina
var hin sama hjá báðum kynjum, og að undir hveljukápu, sem hylur
líkama seiðisins, eru svartdeplar, einkennandi fyrir ættir og jafnvel
tegundir. Skarpskyggni og sjónminni þurfti til að tengja saman þessi
einkenni mörg hundruð einstaklinga. Árangurinn af þrotlausum
yfirlegum er endurskoðun alls skyldleikakerfis sædyflanna, og eru
þó langt frá öll kurl komin til grafar. Yfirleitt komst dr. Bertelsen
að þeirri niðurstöðu, að fiskunum hafi verið skipt í of margar ein-
ingar. Hann telur nú ættkvíslir 10 í stað 11 áður, ættir 34 í stað 46
áður (17 ættarheitum sleppt en 5 nýjum lýst), og tegundir 119 í stað
178 áður (61 tegundaheiti sleppt og 2 lýst). Hann telur jafnvel senni-
legt, að fiskar þeir, sem veiðzt liafa, muni ekki tilheyra nema um 80
tegundum, þó ekki sé það sannanlegt á þessu stigi rannsóknanna.
Áður hafði um 50 sædyflaseiðum verið lýst, en ekkert þeirra var
rétt greint til tegundar. Hinum 2400 sædyflaseiðum var hægt að
skipta í 30 flokka, sem hver á sína sérstöku þróunarsögu. 19 af þess-
um flokkum reyndist unnt að tengja ákveðinni tegund fullvaxinna