Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 49
SÆDJOFLARNIR
93
2. mynd. Myndin lýsir því, á hvaða dýpi mismunandi þroskastig sa’dyflanna finnast.
Sjá skýringu í texta. — (Úr Bertelsen 1951).
þessara fiska að skilyrðum umhverfisins, en þó er freistandi að geta
hér nokkurra meginatriða.
Eftir rannsóknir dr. Bertelsens er sædjöfullinn (Ceratias holboelli)
ein bezt þekkta tegundin. Er þróunarsögu hennar lýst með mynd-
unum á síðu 92, og skulum við taka hann sem dæmi sædyfla með
fastgróna dverghænga.
Enda þótt sædjöflarnir lifi í algjöru myrkri og árstíðaskipta verði
þar ekki vart, hvorki í birtu né hita, hafa tegundirnar yfirleitt ákveð-
inn hrygningartíma fyrri hluta sumars, eru sumargotstegundir. Er
æviferli slíkrar tegundar lýst á yfirlitsmynd (sjá 2. mynd). Hrygn-
ingin fer fram á miklu dýpi, sennilega einkum milli 1500 og 2000 m
dýpis. Eggin svífa í sjónum og berast upp í yfirborðslög sævar, þar
sem nóg er ætið fyrir seiðin, sem þarna klekjast út. Hvernig yngstu
seiðin líta út má sjá á 1. mynd neðst. Þau hafa um sig hveljukápu,
og má strax þekkja hrygnur frá hængum á því, að vísir til stangar-
innar á höfðinu er sjáanlegur. í efstu 200 m sjávarins lifa þessi seiði
og þroskast (sjá 2. mynd, larval ð (hrygna) og larval $ (hængur)).
Á áliðnu lirfuskeiði fer útlitið að breytast, Hrygnurnar vaxa meira