Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 50
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og fá á sig líki fullorðinna fiska, en á skoltum hænganna koma fram sterkar griptennur, sem þeir síðar festa sig með í húð hrygnunnar. (Sjá 1. mynd um miðju og 2. mynd (metam. 6 og $). Þegar þessi þroski fer fram eru seiðin að sökkva í dýpri sjávarlög og finnast á þessu stigi aðallega milli 1000 og 2000 m dýptar. Dverghængarnir festa sig nú jafnskjótt og þeir mæta hrygnum, sem ekki hefur dverg- hæng fyrir. Virðist eins og eitthvað komi í veg fyrir að fleiri en einn hængur festi sig, nema þá alveg samtímis. En flestar hrygnur, sem fundizt hafa, eru aðeins með einn hæng. Hængarnir fá allt sitt viður- væri frá hrygnunum, þareð æðakerfin vaxa saman. Maginn og ýmis önnur innyfli hætta að vaxa. Einu innyfli hænganna, sem ná fullum þroska, eru lifur og kynfæri. Sennilegt er, að hængarnir lifi mörg gottímabil. Það má telja alveg víst, að það eru hængarnir, sem leita hrygn- urnar uppi. Þeir eru betur lagaðir til sunds og hafa auk þess stór þeffæri. Líklega gefur lirygnan frá sér lyktarefni, sem hængurinn þefar uppi. Það eru ekki öll sædyfli, sem hafa fastgróna dverghænga. í nokkr- um ættum (t d. lúsiferar) eru hængarnir frjálsari ferða sinna, og festa sig aðeins stuttan tíma, meðan hrygningin fer fram. Eins og frá var sagt lifa fullvaxnir fiskar á miklu dýpi, 1500—2000 m eða meira. Heimkynni sædyflategunda er eingöngu hin hlýrri höf milli 40° N. br. og 35° S. br. Þeir fiskar, sem l'innast Jiér við land og við Grænland, hafa borizt út fyrir sitt eiginlega útbreiðslusvæði og berast liér upp á landgrunnið með djúpstraumum, sem liggja sunn- an að, upp landgrunnsliallann. Sædyflin eru sérstaklega grimmiiðleg rándýr að sjá. Kjafturinn er afskaplega víður, tennur hárbeittar og eru bæði á skoltum og í koki. Liggja þær aftur svo bráðin kemst auðveldlega niðurleiðina, en sökkva í holdið og spyrna á móti ef hún ætlar að reyna að forða sér. Maginn er stór og hefur mikið þanþol. Eru þess dæmi að djúpsævis- fiskar hafa gleypt ættingja, sem voru miklu stærri en þeir sjálfir. Fæðan virðist einkum vera liskar, en auk þess hafa í mörgum þeirra fundizt leifar ýmissa annarra dýra, t. d. ljósátu, rækja, marflóa og krabbaflóa. Sædyflin verða ávallt einkar gott dæmi um næstum ótæmandi hæfileika dýranna til að laga sig að sérstöku umliverfi og lífsskilvrð- um þess. Hefur dr. Bertelsen gert ýtarlega og mjög athyglisverða

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.