Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 52
96
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þaðan er henni ekki undankomu auðið vegna andspyrnu kok- og
kjafttanna. Þetta er áreiðanlega einhver útsmognasta uppfinning
náttúrunnar á sviði veiðitækninnar, og hafa slík tæki ekki þróazt
með neinum öðrum l’lokki dýra.
Ég vona að þessi dæmi sýni, hve fiskaheimur sædjúpanna er heill-
andi rannsóknarefni. Dr. Bertelsen hefur gefið oss miklu dýpri skiln-
ing á sambandi fiskanna við umhverfi sitt og ritað vandvirknislegt
vísindarit, sem er mjög læsilegt.
Dr. Bertelsen á hér á landi marga kunningja og vini, því að oft
hefur hann gist ísland í rannsóknarskyni. Vil ég óska honum til
hamingju með ritið og óska þess, að honum gefist tækifæri til að
kynnast einkalífi og fiskaskipulagi sædjöflanna enn betur.
Tómas Tryggvason:
Steinrunninn hvarfleir
Sumarið 1950 gáfu Kvískerjabræður mér einkennilegan steinmola,
sem þeir höfðu fundið á Kvíáraurum.
Steinninn er dökkgrár með ljósum röndum. Hvörfin eru 6 eða 7.
Dökku hvörfin eru 7—8 mm breið, en þau ljósu því sem næst 2 mm.
Auk þess eru bæði dökku og ljósu hvörfin smáröndótt.
Dökku hvörfin eru hörð sem glerhallur, en ljósu hvörfin má rispa
með hnífsoddi.
Við smásjárrannsókn kom í ljós, að steinninn er fínkomótt set,
límt saman í jaspískenndum grunnmassa. Setkornin í dökku hvörf-
unum eru að jafnaði um það bil 2p í þvermál, en miklum mun
smærri í ljósu hvörfunum. Setkornin eru því of smá fyrir flestar
optiskar rannsóknir; þó sést, að ljósbrot þeirra er allmiklu hærra en
ljósbrot grunnmassans, sem er því sem næst 1,54. Er því ekki óhugs-
anlegt, að þau geti verið basaltiskt feldspat.
í dökku röndunum gætir nokkuð málmkorna, og eru þau oft
stærri en setkornin. Málmkornin nægja samt ekki til þess að gefa
röndunum dökkan blæ, og stafar liann frá svo fíngerðu dufti, að