Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 14
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN izt langs eftir jörðinni, en eru ekki fallin beint úr lofti. Víxllögun er mjög einkennandi fyrir foksandslög. 2. Á sama stað (þ. e. fáa metra frá) er gerð mynd 2. (Allar myndir voru rissaðar á viðkomandi stað): Hún sýnir hallandi hraun- M ó htlLcc. 2. mynd. Móhellulögin hlaðast upp að hallandi hraunfleti. flöt, sem lögin ekki leggjast á, samsíða honum, heldur hlaðast upp að. Þetta eru sýnilega foksandslög, sem fylla smátt og smátt dæld í hrauninu, en ekki aska fallin úr lofti. S. Þ. segir, að móhellulögin séu samlæg undirlaginu. Hér á það ekki við. 3. Á sama stað er ennfremur þetta greinilegt: Móhellan fyllir hverja smugu í ósléttu yfirborði hraunsins, sem hún liggur á. Hún leggst þétt upp að og innundir hvern stein. Sá afkimi virðist ekki vera til í úfnu og meira og minna uppbrotnu yfirborði hraunsins, sem hún hefur ekki komizt inn í. Foksandur smýgur alstaðar, en aska fallin úr lofti, hefði varla getað þröngvað sér þannig inn í afkimana. 4. Á sama stað. Jafnvel með berum augum, en þó sérstaklega í lúpu, sér maður að komin á móhellunni, sem aðallega eru glerkorn, eru meira og minna hnöttótt, og þetta eina atriði út af fyrir sig tal- ar ótvíræðu máli um foksandsuppruna móhellunnar. Hverfjallsmóbergið hefi ég skoðað bæði beint og eins með því að gera svonefndar þunnsneiðar (úr tveimur sýnishornum, efst og neðst í móberginu). Þá kemur í ljós, eins og venja er um upprunalegt gos- móberg, að það er gert úr óreglulega löguðum glerbrotum. Menn hugsi sér að gler sé mulið nokkuð rækilega með sleggju, þá fæst hugmynd um gerð glerbrotanna í móberginu. Við finnum brot með ólíklegustu gerð, stundum með löngum veikbyggðum trjónum og oddum. Látum nú vind feykja svona efni eftir jörðinni langa leið. Þá brotna trjónurnar af, kornin verða nokkuð jöfn á alla vegu, en fyrst eftir mikinn núning verða þau meira eða minna kúlulaga og með sléttfáguðu yfirborði. 1 móhellulögunum koma fyrir margar gerðir korna. Auðvelt er að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.