Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 48
Jóhannes Áskelsson: Elding veldur jarðraski SíðastliðiS haust var mér bent á alleinkennilegt jarðrask vestur á Snæfellsnesi. Var mér sagt af kunnugum, að þar hefði eldingu lostið niður 21. júní í sumar og væri raskið af þeim sökum. Langar mig að lýsa ummerkjum að nokkru, eins og þau komu mér fyrir sjónir, þegar ég kom að þeim, röskum þremur mánuðum eftir að raskið varð. Staðurinn, sem jarðrask þetta varð á, liggur 600—700 m austan við túnið á Lágafelli syðra í Miklaholtshreppi og um það bil 150 m norðan þjóðvegar. Þegar ég kom þarna að, 28. september s.l., voru mnmerki öll enn vel skýr. Hefur raskið orðið í mýrarjarðvegi, og hall- ar yfirborði mýriarinnar, þar sem umturnið er, um 11° til suðurs. Undir 1) grassverði mýrarinnar tekur við 2) mópysja, dálítið sendin niður við, þá 3) smáger'S möl á botni mýrarinnar, í 2 m dýpi frá yfirborði. Að útliti er jarðraskið ferhyrnt, rétthyrnd gryfja, 2,76mX2,00m að flatarmáli í opi. Veggir gryfjunnar eru næstum því lóðréttir. Við norðurvegg mældist dýpt gryfjunnar tæpir tveir metrar, en við suð- urvegg reyndist hún nokkru grynnri. Ut úr hverju horni gryfjunnar liggur rás með stefnu mitt á milli höfuðátta. Næst gryfjunni eru rás- ir þessar jafndjúpar henni, en grynnri, er fjær gryfjunni dregur. Breidd rásanna mældist við gryfjuna 1—1,5 m, nema þeirrar, er til NV lá, sú var til muna mjóst. Lækjarspræna rennur austan megin gryfjunnar, í tveggja m fjarlægð frá henni. Rásin til NA heldur fullri dýpt og breidd að læknum, en austan hans er framhald hennar grunn, bein rák, sem fylgja má 6,55 m út frá gryfjuhorninu. Fjarst gryfj- unni reyndist rák þessi 10—20 cm djúp. Eins og áður er sagt, er rás- in úr NV-homi gryfjunnar minnst að breidd og dýpt, en í þess stað má fylgja henni eftir einna lengst, eða um 9 m út frá gryfjuhorn- inu; er hún þó ekki óslitin alla leið. Rásin til SV missir hvorki í vídd né dýpt í fulla 1,20 m út frá samsvarandi gryfjuhomi, en virðist þá klofna í tvær þröngar, gmnnar rákir. Hefur önnur rákin sömu stefnu og rásin, sem hún liggur frá, það er að segja i SV. Hin rákin stefnir í NV út frá enda meginrásarinnar. Fyrrnefndri rák lýkur við stein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.