Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 19
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 161 bendingu um þá atburði, sem gerðust á hinum langa tíma, sem upp- hleðsla móhellunnar tók yfir. 9. Loks skal getið staðar á brúnunum norðan Hverfjalls. Þar fann ég förin eftir jurtastöngla í baunalaginu og greinileg lurkaför ofar í móhellunni. Hér læt ég staðar numið um innri gerð móhellunnar, enda ættu þau dæmi, er ég hefi tilfært, að sýna nógu skýrt, að hér er ekki um að ræða gosösku, er fallið hefði í Hverfjallsgosi. En nú mun ég lýsa nokkuð útbreiðslu laganna, enda verður ekki séð, að S.Þ. hafi veitt því athygli, hve sérkennileg hún er. Milli Hverfjalls og Námafjalls hafa lögin náð allt að 6 m þykkt, eins og ég mældi á einum stað. Ef við förum frá þessum stað, í átt frá Hverfjalli, og hækkum okkur jafnframt um 10—20 m upp í suð- urenda Námafjalls, þá eru móhellulögin allt í einu horfin. Hér hefðu þau átt að vera einir 5 m á þykkt, ef um gosefni frá Hverfjallsgosi væri að ræða. Eru þau þá ekki eydd? Það virðist ekki koma til greina, vegna þess að hinn mjúki forni jarðvegur ásamt með hvíta öskulag- inu hefur haldizt þarna. Skýringin er sú, að móhellan hefur aldrei lagzt á suðurenda Námafjalls — ofan við vissa hæð. Sams konar niðurstaða fæst, ef við lítum á Dalfjall, norðan Náma- skarðs. Ofan á norðurhluta Námafjalls (sunnan við Námaskarð) hef- ur móhellan náð 2 m þykkt eða meir. Á Dalfjalli mætti því búast við svipaðri þykkt, ef um gosefni frá Hverfjalli væri að ræða. En það er sannanlegt mál, að þar hefur ekki myndazt vottur af móhellunni — ofan við vissa hæð. í breiðum dal á Dalfjalli hefur nefnilega öll jarðvegsþekjan hald- izt á stórum svæðum. Þar er hrein mold neðst, síðan hvíta öskulagið. Þá kemur allþykkt lag úr grófu gosgjalli frá nálægum gíg og gæti stafað frá gíg austan í Dalfjalli. Síðan kemur sendinn jarðvegur upp úr og í honum 2 þunn svört öskulög. Hið efra er væntanlega frá Mývatnseldum, en hið neðra frá forsögulegu gosi. Móhelluna vantar hér inn í og hún hefur aldrei verið til, að öðru leyti en því, að sennilega er hinn dreifði lausi foksandur i efri hluta jarðvegsins myndun, sem samsvarar móhellunni. Vestast í Námaskarði nær móhellan upp í vissa hæð, en snögg- hverfur þar. 1 miðju skarðinu er jarðvegur með hvíta öskulaginu í, svo og grófa gosgjallinu eins og á Dalfjalli. Síðan tekur við mold og móhellan hefur aldrei myndazt hér. ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.