Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 23
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 165 En hér við bætist svo það, að aðkomuefnin í Hverfjallsmóberginu eru miklu strjálli en Sigurður gizkar á. Ég gekk í sumar niður í giginn eftir lágum rana niður frá hæsta stað í N.A.-hluta gíggarðsins, og er móbergið þar yfirleitt sæmilega bert, 30—40 m niður eftir skálarveggnum. Á þessari leið gat ég ekki séð nema 3 eða 4 aðkomusteina og var sá stærsti 10—15 cm á kant. Vestar í skálinni sést móbergið í skorningum. Á einum stað er þar nokkuð af aðkomuhnullungum í því og birtir Sigurður einmitt mynd frá þeim stað. En ofar verða hnullungarnir mjög strjálir. Móbergið sést hér á um 80 m hæðarkafla og áætlaði ég, að innihald þess af aðkomuhnullungum væri eitthvað um %ooo að rúmmáli, en á fyrr- greindum stað, þar sem ég gekk niður í skálina, var magnið marg- falt minna. Alstærsti aðkomusteinn, sem ég sá í móberginu, hefur verið undir 30 cm á kant. Ef ruðningslagið, sem fyrst og fremst er eert úr aðkomuefnum, ætti að stafa frá veðrun, }nði þannig eyðing fjallsins að vera eitthvað 20 sinnum meiri en að ofan er sagt og verð- ur að telja fráleitt, að slíkt hafi gerzt hér á timanum eftir ísöld. Með tilliti til þessa, svo og vegna alls þess stórgrýtis, sem kemur fyrir í ruðningnum, en ekki finnst í móberginu, verður að hafna þeirri hug- mynd, að ruðningshjúpurinn stafi af veðrun, og sé ég þá ekki aðra skýringu á honum en þá, sem ég áður setti fram, að hann sé jökul- ruðningur, og Hverfjall því myndað í ísaldarhléi. Um sjálfa myndun fjallsins er fátt eða ekkert nýtt að segja, þegar rök S. Þ. fyrir því, að mikið sprengigos hafi þeytt efni langt til norð- urs, eru fallin. önnur rök fyrir sprengigosinu hefur hann ekki fært fram. Hann segir að vísu (bls. 121): „Að fjallið væri sprengigígur varð mér þegar ljóst sumarið 1949, er ég gekk á fjallið ásamt Pálma Hannessyni og athugaði innri gerð þess nokkru nánar.“ En því mið- ur er þess ekki frekara getið, hvemig honum varð þetta ljóst, og það þótt gefið sé í skyn, að um nokkuð nána rannsókn hafi verið að ræða. Ég get mér þess þó til, að hann muni eiga við aðkomusteinana, sbr. 6. mynd hans. En tilveru þeirra má vissulega skýra án þess að grípa til sprenginga, eins og ég sýni í fyrri grein minni, þar sem tal- að er um Hrossaborg. Og sönnun fyrir stórkostlegum sprengingum eru þessir steinar vissulega ekki. Við getum á þessum stað látið liggja á milli hluta, hvernig túlka beri lagskiptingu móbergsins, en bending um rnikið sprengigos er hún ekki. Að lokum skal ég geta tveggja nýrra atriða viðvíkjandi uppruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.