Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 20
162 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Austan við skarðið nær móhellan upp í vissa hæð (nærri því Skarðshæðina) og er svo nokkuð norður með Dalfjalli, en snögghverf- ur ofan við þau mörk, án þess eyðingu sé til að dreifa. Hins vegar þekur hún Námafjall á sjálfu jarðhitasvæðinu og nær þar 2 m þykkt, eins og áður segir. Þessi útbreiðsla móhellunnar er bersýnilega ósamrýmanleg þeirri hugmynd, að um gosefni frá Hverfjalli sé að ræða. Hitt er ljóst, ef frá er skilið jarðhitasvæðið á Námafjalli, að móhellan er bundin við svæði, er liggja neðan við ákveðin hæðamörk. Þetta bendir til þeirr- ar skýringar, að móhellan hafi myndazt þar, sem bleyta festi fok- sandinn. Við höfum þegar séð, að neðsta lag móhellunnar, baunalagið, er myndað á botni stöðuvatns, og ef til vill hefur meira af henni mynd- azt þannig, en það bendir þá um leið til þess, að efri lögin hljóti að vera mynduð á láglendi, þar sem bleytu gætti, að minnsta kosti annað slagið. Og þessi er uppruni móhellunnar eftir mínum skilningi: Hún er foksandur, sem setzt hefur fyrir á vissu svæði, er áður fyrr var lág- lent og nokkurn veginn slétt. Á kafla þessa svæðis var til að byrja með stöðuvatn (í Bjarnarflagi sá ég ekki baunalagið), en síðar að minnsta kosti bleyta annað slagið. Sandurinn batzt þar og límdist svo af járni, að úr varð þessi harða móhella eða túff, á sama tíma sem sandur festist aðeins lítillega í gróðri á hærri stöðum eins og Dal- fjalli og suðurhluta Námafjalls. Svæðið vestan Námafjalls, sem móhellan einkum nær yfir, liggur nú að mestu leyti talsvert yfir Mývatni. Það einkennist af gjám og misgengnum landspildum og jarðhiti fylgir víða sprungunum. Aug- ljóst er, að mikið jarðrask hefur mótað landslagið eftir að móhellan myndaðist. Nokkur hreyfing varð og meðan hún var að myndast, eins og áður segir. En þegar eðli laganna er orðið ljóst, fæst miklu skýrari mynd af byltingunni en áður. Við verðum að ætla að t. d. svæðið, sem baunalagið tekur yfir, hafi verið í hæð við Mývatn eða nokkru lægra, og önnur svæði aðeins lítið hærri. Sést þá, að jarð- raskið er í aðalatriðum í því fólgið, að móhellusvæðið vestan Náma- fjalls lyftist um eitthvað 30—40 m. Nú liggur móhellan ennfremur ofan á Námafjalli um jarðhita- svæðið. Við þetta má svo bæta því, að móhellulögin liggja þarna einn- ig upp eftir hlíðum fjallsins og sumstaðar eru þau svo snarbrött, að með öllu er útilokað, að þau séu til orðin í þeirri stellingu. Ég fæ því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.