Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 8
150 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN plöntu, sem var minni en sú evrópska og nefndi hana Narthecium pusillum. 1 vali ættkvíslarheitis fylgdi hann því hvorki Linné né Hudson að málum. Sá, sem að lokum batt á réttan hátt saman ætt- kvíslarheitið Tofieldia og tegundarheitið pusillum, var Persoon, árið 1805; réttnefni plöntunnar verður því Tofieldia pusilla (Mich.) Pers. — En hvað með heitið calyculata? Það er tegund, sem ekki er þekkt neins staðar á Norðurlöndum nema á Gotlandi, og þar hafði Linné fundið hana. Hina tegundina hafði hann fundið á ferðum sínum um Lappland, án þess að taka eftir muninum. Og það er hinni fyrr- nefndu, sem lýst er í Species plantarum og hún fær því heitið To- fieldia cályculata (L) Wahlenb., þar eð Wahlenberg uppgötvaði muninn á tegundunum. Segja má, að þetta sé feikilega flókin saga. En satt að segja er hún alls ekki af versta tagi og ég hef létt hana nokkuð í frásögninni. Það var ekki meiningin að skrifa ritgerð um bjarnarbroddinn, heldur reyna að lýsa þeim erfiðleikum, sem verða á vegi manns, sem vill vera staðgengill Skapara gamla skólakennarans. Nú hafa menn sett reglur um það, hvemig fara skuli að, þegar um vafaatriði er að ræða (þessar reglur em þegar orðnar næsta óskilj- anlegar öðrum en sérfræðingum), og þær byggjast á Species planta- rum. Sú bók er lögð til grundvallar tvöfaldri nafngift allra æðri plantna. Heiti þau, sem í bókinni em, hafa forgangsrétt fyrir öllum öðmm nöfnum, og hún er því elzta heimildarrit með gildum plöntu- heitum. Eldri nöfn eiga því aðeins rétt á sér, að þau séu nefnd í Species plantarum. 1 Species plantarum eru nefndar allar þær plöntur, sem Linné þekkti, en það þýðir raunverulega allar plöntur, sem þá voru þekktar. En í byrjun 18. aldarinnar var erfitt að fást við lægri plöntur, mosa, sveppi, fléttur o. s. frv., einkum vegna þess, hve smásjámar vom ófull- komnar. Þeim plöntum er því ekki gerð þau skil sem skyldi. Það eru ýmsar aðrar bækur, hver á sínu sviði, sem gegna hlutverki því, sem bók Linnés gegnir, þegar um æðri plöntur er að ræða. f þessum flokk- um kom Linné einnig á tvöfaldri nafngift árið 1753. Það er því með fullum rétti hægt að nota orðið grundvallarrit, því að án nafna, hefð- um vér varla komizt langt. Og sennilega er engin önnur 200 ára bók jafn mikið notuð enn þann dag í dag, enda þótt Elias Fries hafi þegar árið 1842 kvartað yfir því gæfuleysi, „att man áfven börjar förbigá Linnés skrifter och hámtar sin kánnedom om dess bestámningar, icke ur denne den nyare Botanikens urkálla, utan ur gmmliga báckar.“ H. E. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.