Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 41
LAXAMERKINGAR 1947—51
181
1% og 4.6%, og að meðaltali 1.8% fyrir öll árin. Er sú niðurstaða
nálægt því, sem gerist erlendis. Þess má geta, að endurheimtur á
þeim laxi, sem merktur var síðastliðið ár, eru til þessa 1.9%, og má
ætla að þær komist upp fyrir 2%, þegar allt hefur komið inn. Ekki
er vitað, hvenær einn klipptu laxanna var merktur, en það hefur
verið annaðhvort 1947 eða 1948. Þó vitað hefði verið um merkingar-
árið, hefði það ekki gert verulegan mun á niðurstöðum.
Á árunum 1947—51 voru merkt 182 laxaseiði með merkjum. Að-
eins eitt merkjanna hefur komið fram, en það fannst á seiði í þorsk-
maga. Þorskurinn veiddist 24. júní 1948 skammt norðanu við Viðe}r
í fárra kilómetra fjarlægð frá ósi tJlfarsár, fimm dögum eftir að
seiðið var merkt. Ekkert merki fannst á fullorðnum laxi, og er það
í samræmi við reynslu annars staðar í þessum efnum. Þetta er auð-
skilið, þegar það er athugað, að laxinn vex ört í sjónum úr 10—15
cm upp í 50—65 cm á einu ári, og að stærstu merki, sem hægt er
að nota á seiðin, munu tæplega geta haldizt á fiskinum þar til hann
hefur náð fullum vexti.
Hoplaxmerkingar.
Merkingar á hoplaxi fóru fram á árunum 1948—-51 í Elliðaánum,
í Borgarfirði, Stóru-Laxá í Hreppum, Soginu og tJlfarsá, þó ekki öll
árin í öllum ánum. Laxinn var fenginn til merkinga, er hann hafði
verið kreistur í klak við klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Efri-
Elliðaár, klakhús Fiskiræktarfélagsins Hvítár að Hvassafelli í Norður-
árdal, við klakhús Veiðifélags Árnesinga að Högnastöðum í Hruna-
mannahreppi og við klakhúsið að Alviðru í ölfusi. Auk þess voru
merktir 19 laxar í Úlfarsá vorið 1949, sem veiddust í gildruna, sem
notuð var til veiða á laxaseiðum. Hoplaxar þessir voru mjög illa á
sig komnir, þegar þeir veiddust og fundust nokkrir þeirra dauðir
skömmu eftir merkingu. Verða þeir því ekki teknir með hér á eftir.
Við merkingar á hoplaxi á árunum 1948 og ’49 voru notuð svört
„bakalit“-merki af sömu gerð og notuð voru á gönguseiðin, en nokkuð
stærri. Var þeim fest í bakið á laxinum emð silfurvír framan við
bakuggann, eins og á gönguseiðunum. 1950 og ’51 voru notuð Lea-
fiskmerkin, sem áður var á minnzt.
Alls voru merktir 776 hoplaxar á ofangreindu tímabili og komu
65 þeirra fram eða 8.4% (sjá nánar á töflu II). Skal nú skýrt frá
merkingum og endurheimtum i einstökum ám.