Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 41
LAXAMERKINGAR 1947—51 181 1% og 4.6%, og að meðaltali 1.8% fyrir öll árin. Er sú niðurstaða nálægt því, sem gerist erlendis. Þess má geta, að endurheimtur á þeim laxi, sem merktur var síðastliðið ár, eru til þessa 1.9%, og má ætla að þær komist upp fyrir 2%, þegar allt hefur komið inn. Ekki er vitað, hvenær einn klipptu laxanna var merktur, en það hefur verið annaðhvort 1947 eða 1948. Þó vitað hefði verið um merkingar- árið, hefði það ekki gert verulegan mun á niðurstöðum. Á árunum 1947—51 voru merkt 182 laxaseiði með merkjum. Að- eins eitt merkjanna hefur komið fram, en það fannst á seiði í þorsk- maga. Þorskurinn veiddist 24. júní 1948 skammt norðanu við Viðe}r í fárra kilómetra fjarlægð frá ósi tJlfarsár, fimm dögum eftir að seiðið var merkt. Ekkert merki fannst á fullorðnum laxi, og er það í samræmi við reynslu annars staðar í þessum efnum. Þetta er auð- skilið, þegar það er athugað, að laxinn vex ört í sjónum úr 10—15 cm upp í 50—65 cm á einu ári, og að stærstu merki, sem hægt er að nota á seiðin, munu tæplega geta haldizt á fiskinum þar til hann hefur náð fullum vexti. Hoplaxmerkingar. Merkingar á hoplaxi fóru fram á árunum 1948—-51 í Elliðaánum, í Borgarfirði, Stóru-Laxá í Hreppum, Soginu og tJlfarsá, þó ekki öll árin í öllum ánum. Laxinn var fenginn til merkinga, er hann hafði verið kreistur í klak við klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Efri- Elliðaár, klakhús Fiskiræktarfélagsins Hvítár að Hvassafelli í Norður- árdal, við klakhús Veiðifélags Árnesinga að Högnastöðum í Hruna- mannahreppi og við klakhúsið að Alviðru í ölfusi. Auk þess voru merktir 19 laxar í Úlfarsá vorið 1949, sem veiddust í gildruna, sem notuð var til veiða á laxaseiðum. Hoplaxar þessir voru mjög illa á sig komnir, þegar þeir veiddust og fundust nokkrir þeirra dauðir skömmu eftir merkingu. Verða þeir því ekki teknir með hér á eftir. Við merkingar á hoplaxi á árunum 1948 og ’49 voru notuð svört „bakalit“-merki af sömu gerð og notuð voru á gönguseiðin, en nokkuð stærri. Var þeim fest í bakið á laxinum emð silfurvír framan við bakuggann, eins og á gönguseiðunum. 1950 og ’51 voru notuð Lea- fiskmerkin, sem áður var á minnzt. Alls voru merktir 776 hoplaxar á ofangreindu tímabili og komu 65 þeirra fram eða 8.4% (sjá nánar á töflu II). Skal nú skýrt frá merkingum og endurheimtum i einstökum ám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.