Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 34
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úteyjum nema hin litla og tiltölulega nýstofnaða byggð í Rauðanúpi á Melrakkasléttu. 1 óbyggðum, sæbröttum og illkleifum eyjum eins og Eldey og Súlnaskeri í Vestmannaeyjum verpur súlan í breiðum uppi á eyjunum og í Eldey þekur hún eyjuna alveg að ofan. En auk þess verpur súlan á syllum og bekkjum eða hellisskútum og kórum utan í þverhníptu bergi eða á hallandi bergflám. Efreiðrið er allstór hraukur með grunnri laut í toppinn. Það er gert úr þangi og þara og enn fremur grastægjum eða öðrum landgróðri eftir því sem hann er að fá. Einnig finnast oft fjaðrir og smásprek eða annað rekald í hraukunum. Efraukarnir eru um 40 cm að þvermáli neðst, en nokkru mjórri í toppinn. Hæð þeirra er mjög mismunandi. Hæstu hrauk- arnir geta verið allt að því 1 m á hæð, en algengast er að þeir séu 30—40 cm á hæð. Fer hæð hraukanna eftir því, hvort um gamla hrauka er að ræða, sem bætt hefur verið við árlega um langt skeið, eða nýgerða hrauka. Hjá fuglum, sem verpa í fyrsta skipti, er hreið- urgerðin oft mjög lítilfjörleg. 1 þéttum súlubyggðum standa hrauk- arnir oft svo þétt, að á milli þeirra verða aðeins mjóir skorningar eða gjótur, sem saur fuglanna safnast fyrir í, og er þetta forarlag oft um 10 cm á þykkt. Vegna þess, hve úrkomusamt er hér á landi, getur forin ekki safnazt fyrir ár eftir ár, og hér myndast því ekki guanolög eins og í fuglabyggðum á vesturströnd Suður-Ameríku (Chile, Perú), þar sem úrkoma er mjög lítil eða engin. 1 rigningatíð verður forin að leðju, og í Eldey og Súlnaskeri falla þá leðjustraumar eftir skorum út af bjargbrúnunum. Súlan verpur aðeins einu eggi og er það tiltölulega litið í saman- burði við stærð fuglsins. Eggið er yzt klætt mjólkurhvítu, mjúku og ójöfnu kalklagi, sem oft losnar eða flagnar af á blettum, og sést þá í hinn ljósbláleita grunnlit eggsins. Ytra kalklagið litast fljótt af hreið- urefnunum og verður eggið þá gulbrúnt eða brúnt. Þegar fuglinn liggur á breiðir hann fæturna með útþöndum sundfitjum yfir eggið. Hér á landi fara fyrstu súlurnar að verpa um mánaðamótin marz og apríl. Aðalvarptíminn er í apríl, en súlur halcla samt áfram að verpa fram eftir öllum maímánuði. Afleiðingin af þessu verður sú, að í einni og sömu súlubyggð geta samtímis verið hreiður með eggj- um, og ungum á mjög ólíku þroskastigi. Talið er, að ásetutími súl- unnar sé rúmar 6 vikur og að ungarnir fari ekki á sjóinn fyrr en 10—11 vikum eftir að þeir koma úr egginu. Foreldrarnir skiptast á um að liggja á egginu og taka bæði þátt í fæðuöflun handa unganum og mötun hans. Eftir að unginn er kominn á sjóinn, skipta foreldr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.