Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 51
ELDING VELDUR JARÐRASKI 191 ir, að við afhleðslu rafmagnsneistans, sem hér virðist hafa grafið sig niður í malarlagið á botni mýrarinnar, hafi mikill og skyndilegur hiti myndazt, er hreytt hafi jarðvatninu í gufu, sem siðan hafi þeytt torfuhnausunum upp og þeir velzt við á fluginu og hafnað á grúfu umhverfis gryfjuna. Þess var áður getið, að torfurnar hefðu einkum kastazt til suðurs og austurs. Ástæðan fyrir því gæti verið sú, að mýrinni og malarlaginu undir henni hallar einmitt til þcirra átta. Jóhann hóndi Kristjánsson á Lágafelli syðra lýsir veðrinu áminnzt- an dag þannig: „Um morguninn var norðanandvari, léttskýjað, hiti um 11 stig. Þegar kom fram á daginn, breyttist veðrið fljótlega. Ut- sunnan-skýjabólstrar þustu upp á loftið. Um kl. 4—5 er loft orðið alskýjað, en hér yfir Snæfellsnesið er enn norðangola; það fara að sjást eldingablossar, og þrumur heyrast. Það slær í logn, en hærra í lofti er mikið far á skýjaþykkninu. Þar er auðsénn mikill vindhraði, og tvær áttir berjast á, suðvestanáttin og norðan- eða norðaustan. Vindarnir i háloftinu virðast mætast hér yfir með geysihraða. Nú kemur skýfall, fyrst hagl óvanalega stórt, svo steypirigning. Eldinga- blossar leiftra, og þrumur heyrast. Loftþrýstingur er svo mikill, að íbúðarhúsið nötrar, gnýrinn svo hár, að ekki er hægt að láta heyr- ast til sín nema kallast á og erfitt að hreyfa sig. Af símabjöllum lýsir. Svo slotar veðrinu jafnskyndilega og það kom, suðvestanáttin hefur sigrað.“ Jarðrask af völdum eldinga mun vera frekar sjaldgæft hér á landi, en ekki óþekkt áður. 1 l.hefti Náttúrufræðingsins árið 1944 skrifar Guðmundur Kjartansson um „Einkennilegt jarðrask á Lyngdalsheiði“. Færir Guðmundur sterkar líkur fyrir, að þar hafi eldingu lostið niður og sé jarðrask það, sem hann lýsir af hennar völdum, enda virðist mér lýsing Guðmundar á ummerkjum koma á ýmsan hátt vel heim við jarðrask það, sem hér hefur verið getið. 1 þeim löndum, þar sem þrumuveður eru tíð og eldingar algengt fyrirbæri, lýstur þeim oft niður, og raska þær þá stundum jarðlögum, þó sjaldan í stórum stíl. Vel eru mönnum kunn hin svonefndu „fulgurites“ (úr latínu: fulgur, o: elding), er myndast stundum þar, sem eldingum slær niður í laus sandlög. Eldingin skilur þá eftir sig pípulagaðar holur í sandinum. Hefur sandurinn bráðnað af hita eldingarinnar, og storknað síðan aftur í glerkennt hulstur utan um holuna. Hér á landi eru mér ekki kunn slík fyrirbæri. Þau munu einna bezt þekkt frá Kalahari-eyði- mörku, þar sem talin hafa verið yfir 2000 „fulgurites“ á 5000 ekra svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.