Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 39
LAXAMERKINGAR 1947—51 179 ná nær alla leið milli bakka. Gildrunni er lagt á þann hátt, að op hennar yeit á móti straumi, og eru vængirnir lagðir skáhallt upp frá henni, þannig að þeir beini seiðunum inn að gildruopinu. Laxaseiðin ganga til sjávar á vorin. f tílfarsá ganga þau út í maí og júní og hefur gönguseiðaveiðin venjulega tekið nær tvo mánuði. Vitjað hefur verið um gildruna daglega, seiðin merkt jafnóðum, og þeim sleppt aftur í ána neðan við gildruna. Seiðin í tJlfarsá hafa flest verið 10—15 cm að lengd, þegar þau hafa gengið til sjávar. Merkingar gönguseiða hafa verið með tvennu móti, annars vegar með því að klippa ugga af seiðunum, og hins vegar með því að festa merkjum í þau. Merking með uggaklippingum fer þannig fram, að Uggastýfður sjóbirtingur úr Ulfarsá (25 cm að lengd) veiddur ári eftir að hann var merktur. Veiðiuggi og gotraufaruggi voru klipptir af. Brotna línan sýnir eðli- lega stærð þessara ugga. klipptir eru tveir uggar af seiðunum og þeir sömu eitt ár í senn, en breytt til frá ári til árs. Fæst þá vitneskja um það, hvaða ár þeir fiskar voru merktir, sem endurveiðast. 1 Úlfarsá hafa verið klipptir veiðiuggi og ýmist vinstri eða hægri kviðuggi eða gotraufaruggi. Klippa þarf uggana með nákvænmi, þannig að ekkert verði eftir af þeim, því að annars vaxa þeir út aftur. Uggar, sem vaxa út að nýju, eru oftast auðþekkjanlegir á því, að þeir eru óvenjulega litlir. Ef vafi leikur á, hvort um endurvaxinn ugga á laxi sé að ræða, þá sker það úr, ef annan ugga vantar. Klipping ugga er fljótleg og fyrirhafnarlítil merkingaraðferð, en þeir ókostir eru henni samfara, að ekki verður fylgzt með þroska emstakra fiska, sem merktir eru, og að beita þarf nokkurri athygli

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.