Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 15
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 157 finna vel núin korn, en hlutfallslega er ekki mikið af þeim. Flest komin hafa nokkrar brúnir og ójöfnur, en það má telja einkenni, að kornin eru nokkuð jöfn á alla vegu. Það er sá höfuðmunur, sem er á þeim og kornum Hverf jallsmóbergsins, og hann er örugg sönnun þess, að móhelluefnið er ekki fallið beint úr gosmekki fi'á Hverfjalli. Það hefur þvælzt fram og til baka um jörðina áður en það myndaði nú- verandi móhellulög. 5. Nokkru sunnar kem ég að rótum lítils gjallgígs. Frá honum hef- ur kastazt gjall yfir næsta umhverfi og síðan runnið hraun. Sprunga, 3. mynd. Gjall- og hraunlag sem millilag í móhellunni. 1. Víxllöguð móhella. 2. Gróft gjall. 3. Hraunlag. 4. Móhella. er siðar hefur orðið hér, opnar innsýn í byggingu laganna, sjá 3.mynd. Neðst eru móhellulög með víxllögun, þá gjall frá gígnum og hraun- lag. En síðan kemur aftur móhella ofan á hrauninu. Hér sést, að þetta gjall- og hraungos, sem væntanlega hefur staðið í nokkra daga, að minnsta kosti, varð á þeim tíma, sem móhellan var að hlaðast upp. 6. Sunnan undir Jarðbaðshólum; leifar móhellunnar á berangri. Hér úir og grúir af förum eftir viðarlurka í móhellunni. Þau eru lá- rétt eða lítið hallandi og koma fyrir í ýmsum hæðum í móhellunni. Greinileg blaðför fann ég einnig. Af þessu er ljóst, að lurkar og blöð lentu inn á myndunarsvæði móhellunnar á ýmsum tímum, meðan hún var að hlaðast upp. Viðurinn er alstaðar eyddur, en sívöl förin eftir bolina standa. Upp- hleðslan hefur verið það ör, að viðurinn gat haldist þar til þaklögin voru orðin nógu stinn til að hindra að farið legðist saman. Eina und- antekningu frá þessu sá ég þó, og er gerð grein fyrir henni með 4. mynd, sem sýnir þverskurð af fari eftir stóran liggjandi bol. Við sjáum, að neðri lögin hafa lagzt upp að bolnum, en efri lögin leggj- ast yfir dæld eftir bolinn. Hann er horfinn þegar efri lögin myndast,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.