Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 30
172
NÁTTORUFRÆÐINGURINN
í heiminum. Árið 1939 reyndist hreiðrafjöldi þar vera 9328 og árið
1949 að minnsta kosti 11000. 1 ferðabók Eggerts Ölafssonar og Bjarna
Pálssonar frá 1772 er þess getið, að súlan verpi í Fuglaskerjum, en
Eldey og aðrar eyjar og sker á grunnsævishryggnum suðvestur af
Reykjanesi voru áður fyrr oft nefnd þessu samnefni. 1 sama riti er
þess getið, að nú geti enginn klifið Eldey, en fyrrum hafi menn haft
þar stiga og bönd og enn megi sjá mikla bolta í berginu þar, sem
þessi útbúnaður hafi verið festur. Það mun því ekki vera rétt, að
Hjalti Jónsson og félagar hans hafi klifið Eldey fyrstir manna eins
og oft hefur verið haldið fram. Súluvarpsins í Eldey er og getið í
heimildum frá öndverðri 19. öld (Faber o. fl.). Súluvarpið í Rauða-
núpi á Melrakkasléttu er tiltölulega nýtt af nálinni. Fyrsta súluparið
varp þar annað hvort sumarið 1944 eða 1945. Talið er, að næsta
sumar hafi orpið þar 2 pör og sumarið 1949 voru varppörin 6. 1
Skrúðnum er einnig um nýlegt súluvarp að ræða. Þar varp fyrsta
parið sumarið 1943. Sumarið 1949 voru þar taldar 160 súlur í bergi
og 10—15 á flugi (Björn Björnsson). Með hliðsjón af þessum tölum
var áætlað, að hreiðrafjöldinn myndi vera um 150. Sumarið 1952 fór
Þorsteinn Einarsson út í Skrúðinn og taldist honum þá hreiðrin vera
134.
Til viðbótar þessu yfirliti yfir hinar íslenzku súluvarpstöðvar, sem
nú eru í byggð, skal hér getið eldri varpstöðva, þeirra er vitað er um,
sem nú eru liðnar undir lok. Um mánaðamótni júní og júlí 1821
leigði Fr. Faber skip í Keflavík og hélt á því til Fuglaskerja í geir-
fuglaleit. Hann kom að Eldey, Geirfuglaskeri og Geirfugladrang og
lýsir þeim (sbr. Beytrage zur arctischen Zoologie, Isis 1827). Hann
fann hvergi geirfugl, en gnótt af öðrum fugli meðal annars súlu.
Hann getur þess, að í Eldey verpi eingöngu súla, í Geirfuglaskeri
verpi mergð af súlu og svartfugli (langvíu), en í Geirfugladrang verpi
aðeins nokkrar súlur og langvíur. Eins og þegar liefur verið tekið fram
er Eldey enn þann dag í dag mesta súlubyggð hér á landi, en aftur
á móti eru Geirfuglasker og Geirfugladrangur nú úr sögunni sem
súluvarpstöðvar. Árði 1830 urðu eldsumbrot á þessum slóðum og sökk
þá Geirfuglasker í sæ og eru nú aðeins boðar þar, sem skerið var.
1. mynd. Eldey: Mestu varpstöðvar súlunnar hér á landi og síðasta athvarf geir-
fuglsins. Loftmynd tekin 7. júlí 1953. — The island of Eldey. The largest breeding
station of the gannet in Iceland and the last refuge of the great auk. Air photo-
graph made on July 7, 1953. — Ljósm. U. S. Navy.